Að venju er gestalistinn fjölbreyttur en á Páfugl úti í mýri 2014 taka yfir 30 rithöfundar og myndhöfundar frá fjölmörgum löndum þátt.
Íslenskir gestir í ár eru: Andri Snær Magnason, Björk Bjarkadóttir, Gunnar Helgason, Hilmar Örn Óskarsson, Kristjana Friðbjörnsdóttir, Lani Yamamoto, Margrét Örnólfsdóttir, Sigrún Daníelsdóttir, Stefán Máni og Þórdís Gísladóttir.
Frá Danmörku koma þau: Ole Dalgaard, Dorte Karrebæk, Lilian Brøgger, Louis Jensen og Hanne Kvist.
Frá Svíþjóð: Sara Lundberg, Mårten Melin og Sofia Nordin.
Frá Noregi: Inga H. Sætre, Håkon Øvreås, Öyvind Torseter, Gro Dahle og Kaia Linnea Dahle Nyhus.
Frá Finnlandi koma þær: Linda Bondestam, Seita Vuorela, Annika Sandelin og Karoliina Pertamo.
Frá Grænlandi koma: Lana Hansen og Kathrine Rosing.
Maret Anne Sara kemur til okkar frá Samíska málsvæðinu, Gillian Cross frá Bretlandi og Marjolijn Hof frá Hollandi.
Eins og sjá má er fjölbreytt og efnismikil hátíð í vændum og spennandi að fá svona marga framúrskarandi barnabókahöfunda í heimsókn á hátíðina.
Smelltu hér til að lesa dagskrárskjöl: Gestir 2014 Dagskrá 2014