Björk Bjarkadóttir

Björk BjarkadottirBjörk er fædd 6. október 1971 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990. Að því loknu hélt hún til Parísar þar sem hún lauk meistaragráðu í myndskreytingum, grafískri hönnun og ljósmyndun árið 1997 frá ESAG, Ecole Superieure d’Art Graphique. Hún er nú sjálfstætt starfandi myndskreytir, myndlistarkona, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Síðastliðin 9 ár hefur Björk verið búsett í Oslo. Hún hefur bæði myndskreytt og skrifað barnabækur. Árið 2006 hlaut hún íslensku myndskreytiverðlaunin, Dimmalimm, fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Það ári hlaut hún einnig vorvindaviðurkenningu IBBY fyrir framlag sitt til barnabókmennta. Árið 2010 fór bók hennar Elsku besti pabbi á heiðurslista IBBY.