Gunnar Helgason

Gunnar Helgason - Ljósmynd: Einar Speigth

Gunnar Helgason – Ljósmynd: Einar Speigth

Gunnar Helgason er leikari, leikstjóri, dagskrárgerðarmaður fyrir sjónvarp og rithöfundur. Hann hefur skrifað fjölmargar barnabækur, þ. á m. geysivinsælar bækur um fótboltastrákinn Jón Jónsson. Hann fékk Vorvindaverðlaun IBBY árið 2013 fyrir fótboltabækur sínar og sama ár hlaut hann Bókaverðlaun Barnanna fyrir bókina Aukaspyrna á Akureyri (2012).