Hanne Kvist

Hanne Kvist - Ljósmynd: Gyldendal forlag

Hanne Kvist – Ljósmynd: Gyldendal forlag

Danski rithöfundurinn og myndlistarkonan Hanne Kvist hefur skrifað og myndskreytt á annan tug bóka síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratugnum. Hún er einnig leikskáld og kennari og hafa nokkrar bækur hennar verið settar á svið og kvikmyndaðar. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina To af alting (2013).