Inga H. Sætre

Inga H. Sætre

Inga H. Sætre

Norski myndasöguhöfundurinn Inga H. Sætre verður einn af gestum hátíðarinnar í október. Sætre er þekkt fyrir myndasögur sínar sem birst hafa í norskum dagblöðum og hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum. Myndasaga hennar, Fallteknikk, var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Sagan segir á ljúfsáran hátt frá unglingsstúlkunni Rakel sem er að feta sín fyrstu skref í fullorðinsheimi og hvernig frelsið reynist henni stundum þungbært.