Karoliina Pertamo

Karoliina Pertamo - Ljósmynd: Katriina Korpi

Karoliina Pertamo – Ljósmynd: Katriina Korpi

Finnska myndlistarkonan Karoliina Pertamo verður einn af gestum hátíðarinnar Páfugl úti í mýri 2014. Pertamo byrjaði að myndskreyta barnabækur 2010 og hefur síðan þá myndskreytt fjölda bóka og telst nú til fremstu myndhöfunda Finnlands. Bók hennar Råttan Bettan och masken Baudelaire er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.