Linda Bondestam

Linda Bondestam - Ljósmynd: Cata Portin

Linda Bondestam – Ljósmynd: Cata Portin

Það gleður Mýrina að tilkynna að finnska myndlistarkonan Linda Bondestam verður einn af fjölmörgum góðum gestum Mýrarinnar í október. Hún hefur myndskreytt fjölda bóka og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín.Bondestam heldur úti skemmtilegri heimasíðu. Myndræn tjáning Lindu Bondestam blómstrar í bók hennar og Minnu Lindeberg, Allan och Udo (2011). Bókin var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.