Danski rithöfundurinn Ole Dalgaard, öðru nafni Oscar K, verður gestur Mýrarinnar 9.-12. október. Dalgaard hóf ferill sinn í leikhúsheiminum en sneri sér á endanum að skrifum og hefur sent frá sér á fimmta tug bóka fyrir börn og unglinga. Ein af þekktari bókum Dalgaard er Lejren (2011), myndskreytt saga þar sem barnæskunni er líkt við ómannúðlegar vinnubúðir þar sem framleitt er einsleitt og hugmyndasnautt fólk. Hér er hægt að velja bók eftir Dalgaard og hlusta á höfundinn sjálfan lesa.