Seita Vuorela

Seita Vuorela - Ljósmynd: WSOY

Seita Vuorela – Ljósmynd: WSOY

Seita Vuorela býr í Helsinki þar sem hún starfar sem rithöfundur, ljósmyndari og kennir skapandi skrif. Hún hefur hlotið mörg verðlaun fyrir skrif sín þar á meðal hlaut hún frönsku verðlaunin Pepite Prize á barnabókmenntahátíðinni í Montreuil árið 2011 og Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 fyrir bókina Karikko (2012).