Mýrin 2016 – Dagskrá (PDF)
Birt með fyrirvara um breytingar!
Sjálfsmynd – Heimsmynd • ÚTI Í MÝRI
Alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík
6. – 9. október 2016 í Norræna húsinu
Upplestrar og bókmenntaspjall, málstofur og málþing,
listasmiðjur, leiksmiðjur og sýningar.
Skráningar á vinnustofur og málþing berist á netfangið
myrinskraning[at]gmail.com
fyrir 3. október 2016.
Allar vinnustofur og viðburðir fyrir börn eru ókeypis.
Fimmtudagur 6. október
09.15–10.00 Sagnaflug | Fyrirlestrasalur
Finnið hrollinn hríslast niður bakið! Rithöfundarnir Gerður Kristný og Ævar Þór Benediktsson hafa bæði fengist við alveg hryllilega góð skrif og segja frá og lesa úr bókum sínum Dúkku og Þinni eigin hrollvekju.
Tungumál: Íslenska. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 7–10 ára.
09.15–10.00 – Sagnaflug | Barnabókasafn
Drekar, demantaþjófar og lífsgátan sjálf, ekkert er barnabókahöfundum óviðkomandi! Hér lesa þrír erlendir úrvalsrithöfundar úr fagurlega myndskreyttum verkum sínum. Sænski rithöfundurinn Martin Widmark les úr Demantaráðgátunni, bandaríkjamaðurinn Lawrence Schimel les úr Sylvíu og drekanum og Pernilla Stalfelt frá Svíþjóð les úr Livetboken.
Tungumál: Enska / sænska / þýðingar á íslensku. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 8–10 ára.
10.10–11.00 – Sagnaflug | Fyrirlestrasalur
Tímaflakk og táningsraunir: Tveir af skemmtilegustu ungmennabókahöfundum landsins, Gunnar Theódór Eggertsson og Bryndís Björgvinsdóttir, lesa úr bókum sínum Drauga-Dísu og Leitinni að tilgangi unglingsins. Bryndísi til aðstoðar verða tveir eldhressir unglingar sem aldrei vefst tunga um tönn, meðhöfundar hennar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson.
Tungumál: Íslenska. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 11–13 ára.
11.00–13.00 – NORD – Vinnustofa | Borgarbókasafn – Menningarhús Grófinni
NORD er gagnvirk app-skáldsaga sem tengir saman áhrifamiklar loftslagsbreytingar og norræna goðafræði. Í vinnustofunni fara fram æsispennandi prófanir undir leiðsögn danska höfundarins Camillu Hübbe og Susönu Tosca frá Danska Tækniháskólanum, sem er sérfræðingur í stafrænum bókmenntum. Stefnt er að útgáfu sögunnar á Norðurlöndum og verður app-skáldsagan prófuð á sama tíma af jafnöldrum í Danmörku.
Tungumál: Enska / danska og íslensk túlkun. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 11 ára.
11.10–12.00 – Sagnaflug | Fyrirlestrasalur
Þrír afar ólíkir ungmennabókahöfundar segja frá og lesa úr verkum sínum, sem spanna allt frá raunum rappara í austfirskri sveit yfir í morðóðar mannætugeimverur og undrahús fullt af leyniherbergjum og leynigöngum. Hildur Knútsdóttir les úr glænýrri bók sinni Vetrarhörkum, sem er framhald af Vetrarfríi, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir les úr Koparborginni og Arnar Már Arngrímsson les úr Sölvasögu unglings.
Tungumál: Íslenska. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 13–14 ára.
11.10–12.00 – Einhver Ekkineinsdóttir | Barnabókasafn
Listasmiðja og upplestur: Eistnesku höfundarnir Kätlin Kaldmaa og Marge Nelk halda skapandi vinnustofu byggða á hinni fögru og draumkenndu bók sinni Einhverri Ekkineinsdóttur og flétta saman upplestur og klippimyndagerð.
Tungumál: Enska og íslensk túlkun. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 10–12 ára.
12.30–13.20 – Sagnaflug | Fyrirlestrasalur
Hvernig er að hafa rússnesku mafíuna skyndilega á hælunum? Eða lenda óvænt í helvíti? Napur raunveruleikinn og neðanjarðarveröld Vítis eru sögusvið þeirra tveggja, erlendu höfunda sem hér lesa upp. Salla Simukka frá Finnlandi les úr Rauðri sem blóð og Kenneth Bøgh Andersen frá Danmörku les úr Lærlingi djöfulsins.
Tungumál: Enska / danska / þýðingar á íslensku. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 12–13 ára.
12.30–13.20 – Leikur að formum | Barnabókasafn
Listasmiðja: Myndhöfundarnir Hanne Bartholin frá Danmörku og Anthony Browne frá Bretlandi lesa úr bók sinni Frida and Bear, leika sér með form og aðstoða börnin við að búa til eigin myndir innblásnar af leiknum.
Tungumál: Enska og íslensk túlkun. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 5–9 ára.
13.30–14.20 – Rímur og rapp | Fyrirlestrasalur
Ritsmiðja: Sölvi í Sölvasögu unglings hlustar mikið á rapp, aðallega bandarískt, en smám saman opnar hann augun gagnvart íslenskum kveðskap og fer að setja saman rapptexta og ljóð. Arnar Már Arngrímsson skoðar nokkur dæmi úr skáldsögunni og leiðir glímu við að ríma.
Tungumál: Íslenska. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 14–15 ára.
13.30–14.20 – Ævintýraleg náttúra | Barnabókasafn
Í barnabókum er allt mögulegt! Linda Ólafsdóttir myndhöfundur skoðar ásamt börnunum hvernig umhverfi söguhetjanna lítur út í bókum, bæði það sem sést og ekki sést. Ímyndunaraflið verður óspart notað til að skapa eigið ævintýralega landslag.
Tungumál: Íslenska. Skráning fyrir skólahópa. Aldur 7–8 ára.
11.00–17.00 – Öld barnsins | Sýningarsalir Norræna hússins
Öld barnsins, sýning á norrænni hönnun fyrir börn í rúma öld, er opin alla daga. Ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18. ára.
16:00–16.30 – Út í veður og vind – Into the Wind! | Anddyri
Sýningarleiðsögn: Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndhöfundur leiðir gesti um sýninguna Into the Wind!, sem er sýning á myndskreytingum sextán norrænna myndhöfunda. Sýningin opnaði í Berlín í maí og mun ferðast um þýskumælandi svæði og Norðurlöndin til ársins 2018. Sýningin er opin alla daga í anddyri Norræna hússins.
Tungumál: Íslenska. Öllum opið og ókeypis.
Föstudagur 7. október
SJÁLFSMYND – HEIMSMYND • ÚTI Í MÝRI
Málþing
í fyrirlestrasal Norræna hússins
Fyrirlestrar og pallborðsumræður um margbreytilegar
heimsmyndir og sjálfsmyndir í barnabókum.
Málþingið fer fram á ensku.
Skráning: myrinskraning[at]gmail.com Skráningargjald: 3.500 kr.
Innifalið í verði eru kaffiveitingar og léttur hádegisverður.
Skráningar fyrir 3. október 2016.
08.30–09.00 Skráning og morgunkaffi
09.00–09.10 – Ávarp | Fyrirlestrasalur
Eliza Jean Reid forsetafrú og stofnandi Iceland Writers Retreat heldur setningarræðu.
09.10–09.20 – Kynning verðlauna | Fyrirlestrasalur
Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri skrifstofu Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, kynnir verðlaunin og hlutverk þeirra.
09.20–10.35 – Goðsagnir og fantasíur | Fyrirlestrasalur
Málstofa um norrænan arf, fantasíur og framtíðarstefnur í bókmenntum fyrir ungt fólk. Hvaða sjálfsmyndir má sækja í norrænan bókmenntaarf og hvaða heimsmyndir birtast í fantasíum og spennubókum? Bjarndís Helga Tómasdóttir meistaranemi í íslenskum bókmenntum, Anna Heiða Pálsdóttir doktor í barnabókmenntum og rithöfundarnir Gunnar Theódór Eggertsson, Martin Widmark frá Svíþjóð og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir halda erindi og taka þátt í umræðum.
Stjórnandi: Olga Holownia.
10.35–10.50 Kaffihlé | Coffee break
10.50–11.50 – Brjálaður heimur? | Fyrirlestrasalur
Rithöfundar leiða málstofugesti inn í veröld unglingsins. Þar má finna spennu og glæpi, raunsæi og rómantík, en fáir leita sjálfsmyndar ákafar en unglingar í heimi sem kann að virðast brjálaður. Rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir, Salla Simukka og Kenneth Bøgh Andersen halda erindi og taka þátt í umræðum.
Stjórnandi: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.
11.50–12.30 Hádegisverður
12.30–13.00 – NORD: Lestur og leikur | Fyrirlestrasalur
Rithöfundurinn Camilla Hübbe og Susana Tosca, sérfræðingur í stafrænni fagurfræði, kynna NORD, gagnvirka app-skáldsögu sem býr til nýjan norrænan myndheim. Sagan vinnur á nýstárlegan hátt úr samnorrænum menningararfi og norrænni goðafræði og fjallar meðal annars um loftslagsbreytingar og hættuna sem stafar af þeim.
13.00–13.50 – Kort og landslag | Fyrirlestrasalur
Kort og landslag, ímyndaðir staðir og alvöru skrímsli. Hvað má læra af því að rannsaka kort í barnabókum? Hvernig er hægt að kanna ímyndaða veröld? Eiga staðfræði og bókmenntir samleið? Nina Goga frá Háskólanum í Bergen, Björn Sundmark frá Háskólanum í Malmö, Olga Holownia frá Háskóla Íslands og Lára Aðalsteinsdóttir frá Reykjavík bókmenntaborg UNESCO kanna sýn á norræna náttúru og landslag í barnabókum og hvernig kort geta stutt við málskilning og áhuga á bókmenntum.
13.50–14.40 – Á leikvelli bókmenntanna | Fyrirlestrasalur
Lestur og leikur – þróun og nýsköpun í gagnvirkum bókmenntum. Umræður um gagnvirkar barnabókmenntir og lestrarupplifun tengda fleim. Þátttakendur: Susana Tosca, Nina Goga, Olga Holownia og Björn Sundmark.
Stjórnandi | Moderator: Ævar Þór Benediktsson.
14.40–15.00 Kaffihlé | Coffee break
15.00–15.40 – Notkun korta í skapandi kennslu | Fundarherbergi
Vinnustofa. Björn Sundmark, prófessor í ensku við Háskólann í Malmö leiðir vinnustofu um það hvernig megi kenna barnabókmenntir og skapandi skrif með fulltingi korta.
15.00–15.50 – Öðruvísi venjulegur | Fyrirlestrasalur
Hver er venjulegur og hver er öðruvísi? Málstofa um sjálfsmynd, minnihlutahópa og jaðarsetta einstaklinga í barnabókum. Hefur persónusköpun í barnabókum breyst með tilliti til jaðarhópa? Lawrence Schimel, Kenneth Bøgh Andersen og Kätlin Kaldmaa halda erindi og taka þátt í umræðum.
Stjórnandi | Bryndís Björgvinsdóttir.
Málþingið fer fram á ensku.
Skráning: myrinskraning[at]gmail.com Skráningargjald: 3.500 kr.
Innifalið í verði eru kaffiveitingar og léttur hádegisverður.
Skráningar fyrir 3. október 2016.
Laugardagur 8. október
Myndlistarsmiðjur og málstofur
11.00–12.00 – Í allra kvikinda líki | Fyrirlestrasalur
Málstofa um myndabækur fyrir yngstu börnin. Myndskreytingar í bókum ætluðum þeim yngstu eru oft fullar af dýrum og skrýtnum skepnum. Hvernig spegla ung börn sig í þessum myndskreytingum? Hver er farsælasta leiðin til að höfða til yngri lesendahóps í myndum? Myndskreytarnir Anthony Browne frá Bretlandi, Hanne Bartholin frá Danmörku, Lawrence Schimel frá Bandaríkjunum og Linda Ólafsdóttir halda stutt erindi og taka þátt í umræðum.
Tungumál: Enska.
Stjórnandi | Moderator: Ragnheiður Gestsdóttir.
11.00–12.00 – Komdu að semja sögu! | Barnabókasafn
Hér býður Gerður Kristný upp á ritsmiðju fyrir börn þar sem hugmyndafluginu er hleypt á stökk. Farið verður yfir hvernig við segjum sögur og hvaða brögðum höfundar beita til að ná lesandanum á sitt vald. Síðan semjum við okkar eigin sögur og lesum þær upp.
Tungumál: Íslenska. Skráning fyrir 3. október. Aldur 9–11 ára.
12.40–13.40 – Staða íslenskra myndlýsinga | Fyrirlestrasalur
Hvernig er staðið að myndlýsingum í íslenskum barnabókum? Bera íslenskar bækur einhver sérkenni? Hver eru kjör teiknara og er framtíð myndhöfunda björt? Þarf myndir í bækur? Þarf að túlka íslenskan veruleika myndrænt í bókum? Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur, höfundur og sjálfstætt starfandi myndritstjóri, Huginn Þór Grétarsson höfundur og útgefandi hjá Óðinsauga, Anna Cynthia Leplar myndhöfundur og deildarstjóri Teiknideildar í Myndlistarskólanum í Reykjavík, Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndhöfundur og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, sem hefur átt setu í dómnefnd Dimmalimm verðlaunanna, halda stutt erindi og taka þátt í umræðum.
Tungumál: Íslenska.
Stjórnandi: Margrét Tryggvadóttir.
12.40–13.40 – Myndasöguvinnustofa | Barnabókasafn
Finnski myndhöfundurinn Mari Ahokoivu tekur þátt í norrænni myndasöguhátíð á Borgarbókasafninu í Grófinni, sýningunni Hunger of Horror, myndasögumaraþoni o.fl. Þessi frábæri listamaður leiðir vinnustofu fyrir börn þar sem búin verður til myndasaga um persónu sem fundin verður upp á staðnum. Engin reynsla af myndasögugerð nauðsynleg!
Tungumál: Enska og íslensk túlkun. Skráning fyrir 3. október. Aldur 8–12 ára
14.00–14.40 – Ofurhetja í heimi barnabóka | Fyrirlestrasalur
Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari, rithöfundur og bókmenntafræðingur fjallar um hinn margverðlaunaða breska listamann Anthony Browne og rýnir í myndabókina hans Voices in the Park. Browne er þekktur fyrir að leika sér með tjáningarmöguleika myndabókarformsins. Hann nýtir sér samspil texta og mynda til að búa til marglaga verk og ævintýralegt myndmál hans gerir ráð fyrir virkri þátttöku lesenda.
Tungumál: Íslenska.
14.00–15.00 – Búum til myndasögur | Barnabókasafn
Sænski myndabókahöfundurinn Pernilla Stalfelt, sem gerir fjörlegar bækur sem taka á flóknum málum á borð við ofbeldi, dauðann og lífið sjálft, býr til myndasögur með börnum.
Tungumál: Enska og íslensk túlkun. Skráning fyrir 3. október. – 3. okt. Aldur 6–9 ára.
15.00–15.30 – Út í veður og vind – Into the Wind! | Anddyri
Sýningarleiðsögn: Myndhöfundurinn Rán Flygenring leiðir gesti um sýninguna Into the Wind!, sem er sýning á myndskreytingum sautján norrænna myndhöfunda. Sýningin opnaði í Berlín í maí og mun ferðast um þýskumælandi svæði og Norðurlöndin til ársins 2018.
Tungumál: Íslenska. Öllum opið og ókeypis.
Skráningar á vinnustofur og málþing berist á netfangið
myrinskraning[at]gmail.com
fyrir 3. október 2016.
Allar vinnustofur og viðburðir fyrir börn eru ókeypis.
Sunnudagur 9. október
Heiðursgestur og húllumhæ!
11.00–17.00 – Út í veður og vind – Into the Wind! | Anddyri
Sýning á norrænum myndlýsingum er opin alla daga í anddyri Norræna hússins.
11.00–17.00 – Öld barnsins | Sýningarsalir Norræna hússins
Öld barnsins, sýning á norrænni hönnun fyrir börn í rúma öld, er opin alla daga. Ókeypis aðgangur fyrir börn 18 ára og yngri.
13.30–15.00 – Ævar vísindamaður | Barnabókasafn og Gróðurhús
Það verður húllumhæ þegar Ævar vísindamaður fer með krökkunum í stórskemmtilega leiki og gerir nokkrar vel valdar vísindalegar tilraunir. Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson bregður á leik á lokadegi hátíðarinnar.
Tungumál: Íslenska. Skráning fyrir 3. október. Aldur 6–10 ára.
Heiðursgestur
13.30–15.30 – Í heimsókn hjá Guðrúnu | Fyrirlestrasalur
Dagskrá til heiðurs Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. Silja Aðalsteinsdóttir spjallar við Guðrúnu og fær til sín góða gesti, Katrínu Jakobsdóttur og Gunnar Helgason, til að ræða höfundarverk hennar og feril.
Brynhildur Björnsdóttir leik- og söngkona flytur hugljúf lög úr leiksýningunni Sitji guðs englar eftir Jóhann G. Jóhannsson og Þórarin Eldjárn við undirleik hljómsveitarinnar Mandólíns.
Tungumál: Íslenska.
Á Aalto Bistro verður í boði sérstakur kaffimatseðill í takt við heiðursdagskrána og ógleymanlegar bækur Guðrúnar. Njótið!
Skráningar á vinnustofur og málþing berist á netfangið
myrinskraning[at]gmail.com
fyrir 3. október 2016.
Allar vinnustofur og viðburðir fyrir börn eru ókeypis.
Dagskrá 30.09.2016 með fyrirvara um breytingar
Nánari upplýsingar | Further information: www.myrin.is