Á kafi út í mýri, 12. til 14. október 2023

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Mýrin, alþjóðleg barnabókmenntahátíð mun fara fram dagana 12. til 14. október 2023 í Norræna húsinu í Reykjavík! Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er á Kafi útí mýri: Hafið og fantasían í barnabókmenntum. Dagskrá hátíðarinnar verður birt síðar.

Teikning eftir Elías Rúni

It is with great pleasure that we announce that Mýrin, international children’s literature festival will take place 12 to 14 October 2023 in the Nordic House in Reykjavík. The heading of this year’s festival is Deep in the Moorland: Ocean and Fantasy in Children’s Literature. More detailed programme will be published later.

Illustration by Elías Rúni

Vera er nýr verkefnastjóri Mýrarinnar

Vera Knútsdóttir lauk doktorsprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands í júní 2021. Vera hefur sinnt stundakennslu við Háskólann og skrifað gagnrýni og umfjallanir um íslenskar bókmenntir um árabil fyrir ýmsa miðla eins og Bókmenntavefinn, Tímarit Máls og menningar, Skírni og Rás 1. Hún starfaði um tíma sem ferðaráðgjafi fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn og sem deildarbókavörður í afleysingum á Borgarbókasafni, kom að barnastarfi og bókmenntagöngum safnsins. Vera lauk mastersnámi í bókmenntafræði frá Háskólanum í Amsterdam en hún dvaldi einnig um tíma í Frakklandi, lagði stund á frönsku, franskar bókmenntir og var starfsnemi hjá frönsku bókmennta- og listahátíðinni Les Boreales. Vera er gift, á tvö börn og er að flytja heim til Reykjavíkur eftir tæp fjögur ár í Kaupmannahöfn.

Verkefnastjóri fyrir barnabókmenntahátíðina Mýrin

Mýrin er alþjóðleg barnabókmenntahátíð sem haldin er annað hvert ár en hátíðin hefur verið starfrækt frá árinu 2001. Hátíðin er haldin í Norræna húsinu í Reykjavík og stendur yfir í nokkra daga í októbermánuði. Félagið sem stendur að hátíðinni heitir Mýrin og eftirtaldar stofnanir og samtök mynda það félag: IBBY á Íslandi, SÍUNG (Samtök barna- og unglingabókahöfunda), Rithöfundasamband Íslands, Háskóli Íslands, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Norræna húsið. Hátíðin dregur nafn sinnt af Vatnsmýrinni og þemað sem valið er hverju sinni tengist henni. Áður hafa hátíðirnar verið haldnar undir yfirskriftunum: Köttur úti í mýri (2001), Galdur úti í mýri (2004), Krakkar úti í mýri (2006), Draugar úti í mýri (2008), Myndir úti í mýri (2010), Matur úti í mýri (2012), Páfugl úti í mýri (2014), Úti í mýri (2016), Úti í Mýri – Norðrið (2018) og Saman úti í Mýri (2021).

Ellefta hátíðin verður haldin í október 2023 og nú leitum við að verkefnastjóra sem í samstarfi við stjórn Mýrarinnar mun taka að sér skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar. Mýrarhátíðarnar byggja á fjölbreyttri dagskrá með þátttöku höfunda og fræðimanna, innlendra og erlendra.

Meðal atriða má nefna: 

·         Pallborðsumræður og samtöl við rithöfunda

·         Fyrirlestrar bókmenntafræðinga

·         Sýningar og vinnustofur

·         Menningardagskrá í samræmi við þemað hverju sinni 

Verkefnastjóri, sem ber ábyrgð á framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við starfsnema og ráðgefandi teymi hennar, þarf að sinna eftirfarandi verkefnum: 

·         skipuleggja og framkvæma þriggja daga dagskrá undir þema hátíðarinnar

·         hafa samband við þátttakendur í pallborðsumræðum, umræðustjóra og aðra þátttakendur

·         skipuleggja praktísk atriði varðandi þátttakendur á hátíðinni

·         skrifa og senda inn styrkumsóknir

·         sjá um fjárhagsáætlun

Umsóknarfrestur er 15. nóvember kl. 23:59.

Ráðningartíminn miðast við 15. janúar til 31. október 2023. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsókn á póstfangið myrinfestival@gmail.com. Gert er ráð fyrir að starfið samsvari 20% hlutastarfi yfir ráðningatímann. Nánari upplýsingar veitir Erling Kjærbo í síma 859 6100.

Saman úti í mýri – FRESTAÐ / POSTPONED

Í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins hefur stjórn Mýrarinnar ákveðið að fresta alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni Saman úti í mýri sem átti að fara fram 8.-11. október 2020 um eitt ár. Farið vel með ykkur og við hlökkum til að sjá ykkur á hátíðinni í Norræna húsinu dagana 7.-10. október 2021!

Due to the Covid-19 pandemic the Mýrin board has decided to postpone the Mýrin festival Together in the Moorland until October 7th-10th 2021. Take good care and we look forward to see you in October 2021!

Myndir frá hátíðinni 2018 / Pictures Mýrin 2018

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Úti í mýri var haldin í Norræna húsinu dagana 11. – 14. október 2018. Fjöldi barna og fullorðinna sóttu skemmtilega og fróðlega upplestra og fyrirlestra, vinnustofur, málstofur, viðburði og heiðursdagskrá. Gestum og þátttakendum, skólabörnum og bókaormum á öllum aldri þökkum við innilega fyrir komuna á hátíðina í ár!
The International Children’s and Youth Literature Festival Mýrin / In the Moorland was held 11 – 14 October 2018 in the Nordic House in Reykjavík. School classes, families, scholars, professionals, and authors and illustrators from Iceland and abroad participated in the four-day program with readings, workshops, a symposium, lectures and many special events. We would like to thank all guests and participants, children, and bookworms of all ages for taking part in the festival! 

Smellið hér til að sjá ljósmyndir frá Úti í Mýri 2018. 

Click here to see the Photos from Mýrin 2018.

 


 

Þorgerður Agla Magnúsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018


Þorgerður Agla Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1972 en ólst upp vestur í Önundarfirði til 17 ára aldurs. Hún lauk B.A.- prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningarstjórnun frá Queen Margaret University í Edinborg í Skotlandi. Hún hefur búið á Ítalíu, Skotlandi og Tævan. Agla starfaði hjá Bókmenntasjóði og svo seinna Miðstöð íslenskra bókmennta árin 2008- 2016. Haustið 2016 stofnaði hún bókaútgáfuna Angústúru ásamt Maríu Rán Guðjónsdóttur.            Lesa meira … 
Þorgerður Agla Magnúsdóttir was born in Reykjavík in 1972 and grew up in Önundarfjörður in West Iceland until the age of 17. She has a B.A. degree in Literary Studies from the University of Iceland and a M.A. degree in Cultural Management from Queen Margaret University in Edinburgh, Scotland. Agla has worked at Bókmenntasjóður and also at Miðstöð íslenskra bókmennta (Icelandic Literature Center) from 2008 to 2016. In the fall of 2016 she established the book publishing company Angústúra with María Rán Guðjónsdóttir.          Read more … 

Marloes Robijn – Gestur 2018 / Guest 2018

Marloes Robijn (1985) frá Hollandi er menntuð í norrænum fræðum, (barna)bókmenntum og
almennum málvísindum. Árið 2017 kom hún á fót lestrarverkefninu Lestrarvinir. Verkefnið byggir á hollenska verkefninu VoorleesExpress sem tengir saman sjálfboðaliða og fjölskyldur með lestri. Sjálfboðaliðar lesa fyrir börnin og örva þannig bæði lestraráhuga og íslenskukunnáttu þeirra.     Lesa meira … 
Marloes Robijn (1985) from the Netherlands has a background in Scandinavian studies, (Children’s) Literature and Clinical Linguistics. In 2017, she started the reading project Lestrarvinir in Reykjavík. Lestrarvinir is based on the Dutch project VoorleesExpress that connects volunteers to families with low literacy. The volunteers read books to the children to stimulate language development, pre-literacy skills and the joy of reading books. Read more…