Mýrin í Norræna húsinu

 
Norræna húsið Mýrin2014
Þó kalt sé úti bullar Vatnsmýrin af lífi – ekki síst í formi góðra gesta í Norræna húsinu. Þeirra á meðal eru þessa dagana aðstandendur Mýrarinnar, sem hvískra og pískra og leggja spennandi drög að næstu hátíð, dagana 6. – 9. október 2016.
Even if it’s cold outside, the moorland is alive and thriving – evident by the many visitors to the Nordic House. Among these are members of The Moorland festival board, who are eagerly and excitedly planning the upcoming festival, which will take place October 6 – 9 later this year. 
bokasafn-hellir-900x600
Mýrin hefur frá upphafi verið til heimilis í Norræna húsinu. Þar er enda hálfgert höfuðból norrænna bókmennta; í húsinu er skrifstofa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk ákaflega skemmtilegs bókasafns með bókum á öllum norrænu málunum. Það gefur auga leið að þar líður alþjóðlegri barnabókmenntahátíð vel.
From it’s first year, The Moorland has taken place at the Nordic House. Fittingly so, as the Nordic House is home to the Nordic Council Literature prizes, for literature and children’s literature alike. It also houses an impressive library with literature in all the Nordic languages. 
Norræna húsið er lykilstofnun í íslensku menningarlífi og stendur fyrir fjölmörgum menningarviðburðum á ári hverju. Auk bókasafnsins má finna hönnunarverslun, sýningarsali og tónleikasal í húsinu, auk veitingastaðarins Aalto Bistro. Sá heitir auðvitað í höfuðið á víðfrægum og margverðlaunuðum hönnuði hússins, Alvar Aalto. Húsið er heimsóknarinnar virði í sjálfu sér, enda með áhugaverðustu byggingum Reykjavíkur.
The Nordic House is a key institution in Icelandic culture life, hosting an multitude of cultural events each year. Apart from the library, it also houses a design shop, exhibition halls, music and lecture hall and the eminent restaurant Aalto Bistro. The restaurant is named after the Nordic Houses’s widely known and acclaimed designer, Alvar Aalto. The house in and of itself is worth a visit, as it is one of the architecturally most interesting buildings in Reykjavík.
Mýrin hlakkar mikið til að klæða sig í sparifötin og bjóða höfunda, fræðimenn og gesti velkomna í Norræna húsið í október.
The Moorland is very much looking forward to welcoming its visiting authors, scholars and visitors to the Nordic House in Reykjavík this October! 
 

Úti í mýri 2016 – In the Moorland 2016

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrin verður haldin í áttunda sinn dagana 6. til 9. október 2016. Aðstandendur Mýrarhátíðarinnar hlakka til að taka á móti rithöfundum, myndhöfundum, fræðimönnum og öðrum góðum gestum, sem á ný munu fylla Norræna húsið af mögnuðum sögum og spennandi ævintýrum.
We are delighted to announce that the next festival in the Moorland, the International Children’s and Youth Literature Festival in Reykjavík, will be held from 6. to 9. October 2016. We look forward to welcome great authors and illustrators, scholars and other good guests to the Nordic House in Reykjavík for talks, readings, workshops and literary programs.
Mýrarhátíð hefur verið haldin frá árinu 2001, að jafnaði annað hvert ár. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af gestum fyrri hátíða. Nánar má lesa um fyrri gesti og dagskrár á síðunum: Fyrri hátíðir.
The Moorland-festival has been held biennially since 2001. Below are some of our previous guests. See more on the pages: Past festivals.


 

Sagnaflug á sunnudegi – og höfundar í hátíðarskapi

Dorte Karrebæk workshop 3
Hér birtast fleiri myndir frá Mýrarhátíðinni í október. Sunnudagurinn 12. október var lokadagur hátíðarinnar og lauk með listasmiðjum og upplestrum.
Photos from Mýrin festival in October. Workshops, readings on Sunday 12. October 2014. See also previous posts! 
Smellið á myndirnar til að stækka og skoða myndaröðina. | Click on photos to enlarge.
Hér fyrir neðan | Below: Dorte Karrebæk leiðbeindi í listasmiðjunni Myndaflug – Workshop.


Hér fyrir neðan | Below: Sagnaflug – Upplestrar: Gunnar Helgson og Hilmar Örn Óskarsson; Håkon Övreås, Seita Vuorela, Hanne Kvist, Lani Yamamoto, Dorte Karrebæk, Ole Dalgaard. 

Hér fyrir neðan | Below:

Gaman saman! – Merry in the Moorland

Gestir Mýrarhátíðar fengu auðvitað tækifæri til að spjalla saman og kynnast. Hér eru myndir frá móttöku í Norræna húsinu og móttöku hjá forseta Íslands á Bessastöðum.
Despite a busy schedule the authors and artists of course had a chance to meet and mingle! Photos from Nordic House in Reykjavík, and the presidents recidence at Bessastaðir. 

Listasmiðjur og fyrirlestrar

Linda Bondestam - Listasmiðja 1
Við vorum að fara í gegnum myndsafnið okkar frá Mýrarhátíðinni í október og birtum nú loks fleiri myndir. Á þriðja degi hátíðarinnar, laugardeginum 11. október, var dagskráin þétt skipuð listasmiðjum, upplestrum, málstofum og fyrirlestrum. Viðburðirnir voru vel sóttir af bæði börnum og fullorðnum.
We still have some images to show from the festival in October. Here are photos from workshops, readings and seminars on Saturday 11. October 2014. 
Smellið á myndirnar til að stækka og skoða myndaröðina. | Click on photos to enlarge.
Hér fyrir neðan | Below: Linda Bondastam leiðbeinir í listasmiðjunni Furðuflugur – Workshop.


Hér fyrir neðan | Below: Kroppurinn er kraftaverk – smiðja og upplestur: Björk Bjarkadóttir og Sigrún Daníelsdóttir – Reading and workshop.

Hér fyrir neðan: Málstofur – | Below: Readings and seminars:
Orðalaust – Hvað segir myndin? Dorte Karrebæk, Lani Yamamoto, Linda Bondestam, Inga H. Sætre og Sara Lundberg.
Upp á líf og dauða í bókum fyrir börn: Gillian Cross, Marjolijn Hof og Seita Vuorela.
Tabú og tíðarandi – Hvað má? Dagný Kristjánsdóttir, Ole Dalgaard og Mårten Melin.

Hér fyrir neðan | Below: Sagnaflug – Upplestrar: Þórdís Gísladóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir; Louis Jensen, Lilian Brøgger, Linda Bondestam, Sara Lundberg, Gro Dahle, Kaia Linnea Dahle Nyhus, Annika Sandelin og Karoliina Pertamo – Readings.

Hér fyrir neðan | Below: Sögur í myndum – myndasögusmiðja með Ingu H. SætreFantasíur og ljósmyndaljóð – ritsmiðja með Seita VuorelaWorkshops, art and writing:

Ljósmyndir / photos: www.myrin.is © Áslaug Jónsdóttir

Framtíðin í barnabókmenntum

Nina Goga, Mårten Melin, Anette Öster
Á barnabókmenntahátíðinni Páfugl úti í mýri var föstudagurinn 10. október helgaður framtíðinni. Málþingið „Framtíðin í barnabókmenntum“ var vel sótt, en þar héldu fjölmargir fræðimenn og höfundar erindi, ræddu strauma og stefnur sem og stöðu og horfur í barnabókaútgáfu. Þingið setti Skúli Helgason alþingismaður og Sigurður Ólafsson kynnti Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Erindi héldu Nina Goga (NO), Anette Öster (DK) og Mårten Melin (SE). Pallborðsumræðum stjórnuðu þau Brynhildur Þórarinsdóttir og Anette Öster, en þar tóku þátt Linda Bondestam, Sigþrúður Gunnarsdóttir, Mårten Melin, Ole Dalgaard, Viveka Sjögren, Hanne Kvist og Anita Brask Rasmussen. Dagskrá málþingsins og umfjöllunarefni má lesa hér.
Friday 10th of October was the seminar day of the festival. Lecturers at the seminar “The Future in Children’s Literature” were Nina Goga, Anette Öster and Mårten Melin. The topics they discussed were the contemporary Norwegian picture book, children and youth literature from the editor‘s point of view and the need for contemporary literature for children. Brynhildur Þórarinsdóttir and Anette Öster managed two panels with the participants: Linda Bondestam, Sigþrúður Gunnarsdóttir, Mårten Melin, Ole Dalgaard, Viveka Sjögren, Hanne Kvist and Anita Brask Rasmussen. The two topics of the panels were the presentation of the children‘s book and what is beeing accomplished whith new mwthods and what topics are featured in children‘s literature and whether they appeal to modern children.
Á myndinni fyrir ofan | Photo above: Nina Goga, Mårten Melin og Anette Öster.
Gestir á málþingi 1
Smellið á myndirnar til að stækka og skoða myndaröðina. | Click on photos to enlarge!


Ljósmyndir / photos: www.myrin.is © Áslaug Jónsdóttir

Á flugi frá morgni til kvölds

Norræna húsið Mýrin2014
Norræna húsið iðaði af lífi fyrsta dag bókmenntahátíðarinnar Páfugl úti í mýri. Höfundar lásu úr verkum sínum, ræddu efni og innihald, stjórnuðu vinnustofum og tóku þátt í margvíslegum málstofum. Hér má sjá myndir frá fimmtudeginum 9. október.
Peacock in the Moorland opened on Thursday 9th of October in the Nordic House in Reykjavik. The program included workshops in writing and painting, seminars and readings. Below you can take a look at pictures from events on the first day.
Smellið á myndirnar til að stækka og skoða myndaröðina. | Click on photos to enlarge!


Norræna húsið kvöld Mýrin2014
 
Ljósmyndir / photos: www.myrin.is © Áslaug Jónsdóttir

Orðaævintýri – myndir frá opnun

OpnunOrða-Myrin2014-1
Opnun Orðaævintýris laugardaginn 4. október var stórkostlega vel heppnuð og fjölsótt! Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson og forstjóri Norræna hússins, Max Dager, ávörpuðu sýningargesti og sýningarstjórarnir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson sögðu aðeins frá sýningunni. Sjón er sögu ríkari!
The exhibition An Adventure World of Words is a huge success. Here you can view some pictures from the opening!
Smellið á myndirnar til að stækka / Click on the photos for larger view.


OpnunOrða-Myrin2014-50
Ljósmyndir / photos: www.myrin.is © Áslaug Jónsdóttir

Marit Anne Sara! – Gestur 2014/Guest in 2014

Marit Anne Sara - Ljósmynd: Frank Lande

Marit Anne Sara – Ljósmynd: Frank Lande


Það gleður Mýrina að tilkynna að samíski rithöfundurinn Marit Anne Sara verður einn af gestum hátíðarinnar í næstu viku. Sara starfar sem rithöfundur og myndlistamaður. Bók hennar Ilmmiid gaskkas (Between worlds) (2013) er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
Marit Anne Sara is one of the festival’s many great guests this fall. Sara is an author, artist and project manager. Her book, Ilmmiid gaskkas (2013) is nominated for the 2014 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.