Gunnar Theodór Eggertsson was born in 1982 in Reykjavik. He has written books for children, teenagers and adults, and is particularly fond of weird fiction. His first published work was A Winter Tale, a horror short story about the Icelandic yule lads, which won him an award from the Icelandic Crime Writers Association in 2005.
Gunnar received the Icelandic Children‘s Book Prize in 2008 for The Stone Animals and was nominated for the Icelandic Literary Prize for Dead-Dísa in 2015.
Gunnar holds a M.A.-degree in film studies from the University of Amsterdam and a PhD in comparative literature from The University of Iceland, where he specialized in animal ethics and animal fiction.
He is interested in storytelling across various media and has e.g. worked as a film critic for the National Radio Service and written for the upcoming video game Island of Winds, which is based on Icelandic folklore.
His most recent book series, Furðufjall, takes place on a fantastical island in the North sea where seacows and mermaids live, but the ocean plays also a vital part in his early books. The oceans of the storyworld in Steindýrin are all connected through a deepsea river that might be seen as being the blood vessel of the planet. The charachters need to sail through these hidden rivers to stabilize the ocean and cure the world. The sequel takes place one hundred years later when all is lost; the rivers have dried up, life on the surface has disappeared and mysterious creatures at the bottom of the sea have risen up and taken over the world. Everything has been turned into stone – even the ocean – and in a memorable section one can read how the charachters cross the fossilized sea, on their way from Europe to Iceland.
—
Gunnar Theodór Eggertsson er fæddur í Reykjavík árið 1982. Hann hefur skrifað bækur fyrir börn, ungmenni og fullorðna, og er sérstaklega hrifinn af furðusögðum. Fyrsta útgefna sagan hans nefnist Vetrarsaga og er hrollvekju-smásaga um íslensku jólasveinanna, en fyrir hana hlaut hann glæpasagnaverðlaunin Gaddakylfuna árið 2005. Gunnar hlaut Barnabókmenntaverðlaunin árið 2008 fyrir Steindýrin og var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2015 fyrir bókina Drauga-Dísa.
Gunnar er með mastersgráðu í Kvikmyndafræðum frá Háskólanum í Amsterdam og doktorsgráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Í doktorsverkefninu rannsakaði hann dýrasiðfræði og dýrasögur. Hann hefur áhuga á sagnagerð í ólíkum miðlum og hefur starfað sem kvikmyndarýnir fyrir Ríkissútvarpið og skrifað fyrir tölvuleikinn Island of Winds sem er byggður á íslenskum þjóðsögum.
Nýjasti bókaflokkur Gunnars, Furðufjall, gerist á undarlegri eyju í norðurhöfum þar sem sækýr og hafgyðjur koma við sögu, en það er einna helst í fyrstu bókum hans sem hafið leikur lykilhlutverk. Í Steindýrunum (2008) eru öll heimsins höf tengd í gegnum neðanjarðarfljót sem mynda hálfgert æðakerfi plánetunnar. Söguhetjurnar þurfa að sigla um þessi huldufljót til að koma jafnvægi á hafið og lækna heiminn. Framhald þeirrar bókar, Steinskrípin (2012), gerist hundrað árum síðar en þá hefur allt farið á versta veg. Fljótin hafa þornað upp, líf á yfirborðinu er horfið og dularfull skrímsli af sjávarbotni hafa risið upp og eignað sér heiminn. Allt hefur breyst í stein – meira að segja hafið – og í eftirminnilegum kafla ganga sögupersónur yfir steingert haf, alla leið frá meginlandi Evrópu til eylandsins Íslands.