Anna Vaivare er myndhöfundur og arkitekt sem býr í Riga í Lettlandi. Hún útskrifaðist sem arkitekt frá Tækniháskólann í Riga og stundar nú nám í prentlist við Listaháskólann í Lettlandi. Hennar fyrstu verk voru teiknimyndasögur sem komu út í teiknimyndaritinu „š!“. Anna hefur myndlýst fjölda bóka og vinnur nú að fleiri bókum. Hún hefur tekið þátt í sýningum og hátíðum víðsvegar í Evrópu og hefur unnið fyrir tímarit bæði í Lettlandi og á alþjóðavettvangi. Anna vinnur aðallega með gouache málningu og vatnsliti og verk hennar einkennast af skærum litum og ákveðnum strokum. Helstu áhugamál hennar fyrir utan að teikna eru langar gönguferðir í skóginum og kökubakstur.