Jurga Vilė er fædd árið 1977 í Vilníus í Litháen. Hún lauk BA-gráðu í franskri heimspeki við Háskólann í Vilníus og nam kvikmyndafræði og hljóð- og myndvinnslu við University of Sorbonne III í París. Jurga hefur í rúmlega tuttugu ár unnið við mismunandi menningarverkefni og einnig þýtt úr frönsku, spænsku og ensku. Bókin Sibiro Haiku (e. Siberian Haiku, myndlýst af Lina Itagaki) sem kom út árið 2017 er fyrsta grafíska skáldsaga hennar. Bókin hefur unnið til margra verðlauna og var valin barnabók ársins 2018 í Litháen. Árið 2019 kom út önnur bók hennar Švelnumo fabrikėlis (e. In the Velvet Forest, myndlýst af Lina Zigmantė). Þriðja bók Jurga Chameleono sapnai (e. Chameleon’s dreams, myndlýst af Lina Sasnauskaitė) kom út árið 2021.