Lára Garðarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 2001, diplómunámi í klassískri teikningu og BA í kvikun (Character Animation) frá The Animation Workshop í Viborg, Danmörku, árið 2008. Lára hefur breiða starfsreynslu og hefur starfað við helstu miðla frásagnargerðar, allt frá bókum upp í bíóskjái. Hún hefur að auki starfað sem stundakennari í teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún hefur myndlýst eigin bækur sem og sögur annarra. Lára býr og starfar í Reykjavík.