Lina Itagaki (f. 1979) er myndhöfundur og teiknimyndasmiður frá Litháen. Árið 2003 lauk hún BA-gráðu í alþjóðlegri hagfræði við hagkerfi við International Christian University í Japan. Seinna, meðan hún starfaði sem tímabundin stjórnandi og þýðandi hjá japönsku tölvuleikjafyrirtæki, fann hún sterka þörf fyrir að læra að teikna. Eftir að hafa verið í einkatímum í 5 ár fór hún í Listaháskólann í Vilnius og lauk BA-gráðu í grafíklist (prentgerð) árið 2014.
Árið 2015 hlaut Lina 3. verðlaun fyrir myndskreytingarnar í bókinni A Picture Book for Tomorrow á sýningunni Illustration and books 2015 í Vilnius og TOP 10 illustrators award við hátíðina COW International Design Festival í Úkraínu.
Stutt teiknimyndasaga eftir Lina var birt í safnritinu “Drawing the XXth Century: Comics on Lithuanian, Belarusian and German Family Stories” árið 2016 og einnig kynnt á hátíðinni Comics Invasion Berlin festival árið 2017.
Bókin Sibiro Haiku (e. Siberian Haiku, höfundur texta er Jurga Vilė) sem kom út árið 2017 er fyrsta myndskáldsaga hennar. Bókin hefur hlotið frábærar viðtökur og var tilnefnd til verðlauna í keppninni Book Art, var valin fallegasta bók ársins 2017 í Liháen og hefur unnið mörg önnur verðlaun þar í landi. Bókin hefur verið þýdd á frönsku, ítölsku, ensku og lettnesku.
Árið 2018 tók Lina þátt í þýsku verkefni helgað fólksflutningum í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina og gerði stutta teiknimyndasögu sem var birt í safnritinu “Redrawing Stories from the Past II“.
Lina gaf út sína fyrstu myndlýstu bók fyrir börn um sögu Litháen árið 2019 og ævisaga í teiknimyndaformi kom út í Albaníu árið 2020. Sagan fjallar um hina merku albönsku vísindakonu Sabiha Kasimati (1912-1951) sem varð fórnarlamb kommúnistastjórnar Enver Hoxha.
Í ár kom út önnur ævisaga í teiknimyndaformi Grybo auksas (e. Grybas Gold) sem Lina myndlýsti. Hún fjallar um Vincas Grybas sem var einn frægasti litháíski myndhöggvari 20. aldar.