Linda Bondestam (f. 1977) er finnskur myndhöfundur sem hefur unnið með fjölda höfunda í Finnlandi og erlendis. Í bókum hennar skarast þemu eins og fjölbreytileiki og umburðarlyndi og eru oft sýnd á hlýjan og gamansaman hátt. Ósk hennar er að stuðla að skilningsríkari og umburðarlyndari heimi og það gerir hún með því að skapa söguhetjur sem eru öðruvísi, skepnum sem leitast eftir ástúð og skilningi og gera heiminn að mun áhugaverðari og meira töfrandi stað. Linda notar fjölbreytt efni í list sinni eins og málningu, blýanta, klippimyndir, liti og lýkur síðan við verkin í Photoshop.
Linda hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna fyrir litríkar, skærar og fjörugar myndlýsingar sínar. Hún vann Barna- og unglingabókmennaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2017 fyrir Djur som ingen sett utom vi. Þar sem heimurinn er mjög erilsamur staður leitast Linda við að búa til bækur sem sameina börn og fullorðna og stuðla að því að fólk hægi á sér og verji meiri tíma saman.