Sænski rithöfundurinn og myndlistarkonan Sara Lundberg verður einn af góðum gestum Mýrarinnar í haust. Sara Lundberg er þekkt fyrir sögur sínar um Vitu í bókunum Vita streck og Vita streck och Öjvind og hlaut árið 2009 hin virtu August-verðlaun fyrir bókina Skriv om och om igen. Í myndbandinu hér að neðan fjallar Lundberg um bækur sínar. Tungumál: sænska.
The Moorland is happy to announce that the swedish author and illustrator Sara Lundberg will attend the festival. In 2009 she was one of the winners of the prestigious literary award Augustpriset for the book Skriv om och om igen. Other appreciated books that she has written and illustrated are Vita streck and Vita streck och Öjvind. In the video below Sara Lundberg talks about her books. Language: Swedish.
Tag: Festival of Children’s Literature Reykjavík
Inga H. Sætre! – Gestur 2014/Guest in 2014
Norski myndasöguhöfundurinn Inga H. Sætre verður einn af gestum hátíðarinnar í október. Inga H. Sætre er þekkt fyrir myndasögur sínar sem birst hafa í norskum dagblöðum og hefur haldið fjölda sýninga. Myndasaga hennar, Fallteknikk, var tilnefnd til barna- og unglingabókmennta
verðlauna Norðurlandaráðs 2013. Sagan segir frá unglingsstúlku sem er að feta sín fyrstu skref í fullorðinsheimi. Í myndbandinu hér að neðan má sjá Ingu H. Sætre segja frá Fallteknikk. Tungumál: norska.
The Moorland proudly presents the Norwegian illustrator and cartoonist Inga H. Sætre as one of the festivals guest in October. Inga H. Sætre is well known for her cartoons in the Norwegian newspapers and she has
held several exhibitions. In 2013 her graphic novel Fallteknikk was nominated to the Nordic Council´s Literature Prize. The novel features a teenage girl on her transition to adulthood. In the video below Inga H. Sætre talks a
bout Fallteknikk. Language: Norwegian
[vimeo http://vimeo.com/92606084]
Páfugl úti í mýri – orðaævintýri
Ævintýralegur páfugl mætir í heimsókn í Vatnsmýrina í haust. Hann spígsporar í Norræna húsið með litskrúðugt safn barnabóka frá öllum Norðurlöndunum í stélinu.
Páfugl úti í mýri er nýstárlegt ævintýraland þar sem ný og gömul börn bregða á leik með tungumál, myndmál og bækur.
Sýningin er opin öllum og stendur frá 4. október til 23. nóvember. Aðgangur ókeypis.
The Moorland will have a special guest this fall when this extraordinary peacock arrives in the Nordic house bringing along with him a selection of Nordic children’s books to an adventurous and playful exhibition. The exhibition opens on the 4th of October and is open until the 23rd of November. The exhibition is open for everyone to enjoy and admission is free of charge.
Dorte Karrebæk! – Gestur 2014/Guest in 2014
Einn af fjölmörgum góðum Mýrargestum næstkomandi haust verður danski teiknarinn og rithöfundurinn Dorte Karrebæk sem á að baki langan feril sem margverðlaunaður mynd-og rithöfundur áhugaverðra barnabóka. Dorte heldur úti heimasíðu þar sem hægt er að skoða bækur hennar og hlusta á sumar þeirra og hér að neðan er myndband um gagnvirku barnabókina Knokkelmandens Cirkus (2014) sem „fær allar spjaldtölvur til að óska þess að þær væri gerðar úr pappír.“
One of our many distinguished guests this fall is the danish illustrator and author Dorte Karrebæk. Karrebæk has had a long and fruitful career as an award winning illustrator and author of interesting children‘s books. Karrebæk has a webpage where you can take a peek at her work and listen to some audio books and in the video below you can watch a coverage on the interactive book Knokkelmandens Cirkus (2014) which makes „all i
Pads whish they where made out of paper.“
Andri Snær Magnason! – Gestur 2014/Guest in 2014
Það gleður Mýrina að tilkynna að rithöfundurinn Andri Snær Magnason verður einn af
gestum hátíðarinnar í október. Meðal barnabóka eftir Andra eru Blái hnötturinn og Tímakistan en Andri er einmitt tilnefndur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir Tímakistuna. Hér má hlusta á viðtal við Andra um Tímakistuna og hér að neðan er hægt að hlusta á hann lesa upp úr bók sinni Lovestar. Tungumál: enska.
The Moorland is happy to announce that the author Andri Snær Magnason will be attending the festival in October. Among books by Andri Snær Magnason are The Story of the Blue Planet and The Casket of Time for which Andri Snær Magnason is nominated for the Nordic Council Children and Young People Literature Prize 2014. In the video below you can listen to Andri read from his novel Lovestar. Language: english.
Gillian Cross! – Gestur 2014/Guest in 2014
Það gleður Mýrina að tilkynna að breski rithöfundurinn Gillian Cross verður einn af gestum Mýrarinnar næstkomandi október. Cross er þekktur og afkastamikill rithöfundur og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar. Hún skrifaði m.a. bókaflokkinn The Demon Headmaster um skuggalegan skólastjóra sem hyggur á heimsyfirráð. Vinsæl sjónvarpsþáttaröð var gerð eftir bókaflokkinum. Cross heldur úti heimasíðu um bækur sínar og hér að neða
n má sjá viðtal við Cross. Tungumál: enska.
The Moorland proudly presents the British author Gillian Cross as one of the festival guests in October. Cross has been a successful author for many years and won several prizes for her writing. Among her works are The Demon Headmaster series about an evil headmaster wanting to rule the world. The series were made into a successful television series. Cross has a webpage about her work and below you can watch an interview with Cross. Language: english.
Ole Dalgaard! – Gestur 2014/Guest in 2014
Danski rithöfundurinn Ole Dalgaard, öðru nafni Oscar K, verður gestur Mýrarinnar 9.-12. október næstkomandi. Dalgaard hóf ferill sinn í leikhúsheiminum en sneri sér á endanum að skrifum og hefur sent frá sér á fimmta tug bóka fyrir börn og unglinga. Ein af þekktari bókum Dalgaard er Lejren (20
11), myndskreytt saga þar sem barnæskunni er líkt við ómannúðlegar vinnubúðir þar sem framleitt er einsleitt og hugmyndasnautt fólk. Hér er hægt að velja bók eftir Dalgaard og hlusta á höfundinn sjálfan lesa. Í myndbandinu hér að neðan fjallar Dalgaard um útgáfur sínar af heimsbókmenntum fyrir börn. Tungumál: danska.
The Danish author Ole Dalgaard, alsoknown as Oscar K, will be one of our guests in October. Dalgaard started out in the theater but eventually he turned to writing and he has written over 40 books for children and youth. One of his most famoust books is Lejren (2011), an illustrated story where the childhood is compared to an inhumane work camp producing homogeneous and unimaginative people. Here you can choose a book by Dalgaard and listen to the author read it. In the video below Dalgaard discusses his publications of world literature for children. Language: danish.
Linda Bondestam! – Gestur 2014/Guest in 2014
Bondestam heldur úti skemmtilegri heimasíðu og í myndbandinu að neðan má sjá hana við vinnu sína.
The Moorland is happy to announce that the Finnish artist Linda Bondestam will be one of our many guests in October. She is a productive and interesting artist. Bondestam has a colorful webpage and
and in the video below Bondestam can be seen at work.
Mårten Melin! – Gestur 2014/Guest in 2014
Einn af mörgum góðum gestum Mýrarhátíðarinnar 2014 verður sænski rithöfundurinn Mårten Melin. Hann hefur skrifað á fjórða tug bóka fyrir börn- og unglinga og hann ferðast víða til að lesa upp fyrir unga lesendur og kenna skapandi skrif. Melin situr í sæti númer tólf í sænsku barnabókaakademíunni. Í myndbandinu að neðan má sjá viðtal við Melin. Tungumál: sænska.
One of The Moorlands many fabulous authors this fall will be the Swedish author Mårten Melin. Melin has written nearly forty books for children and teenagers. He travels widely to read to and meet young fans and he also offers courses in creative writing for children. Melin is a member of The Swedish Academy for Children’s Books. In the video below is an interview with Melin. Language: swedish.
Mýrin 2014 – In the Moorland 2014
Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Úti í mýri verður næst haldin haustið 2014. Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir frá hátíðinni sem haldin var í Norræna húsinu haustið 2012, en hún bar heitið: Matur úti í mýri.
The next International Festival of Children’s Literature: In the Moorland, will be held in the Nordic House in Reykjavík in fall 2014. Below are photos from last festival: Food in the Moorland.
© ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir
Matur úti í mýri 2012 – Food in the Moorland 2012: