Um hátíðina
Fyrsta barna- og unglingabókmenntahátíðin sem kennd er við Vatnsmýrina var haldin í Reykjavík haustið 2001. Hátíðin tókst mjög vel og fljótlega ákváðu þeir sem að henni stóðu að efna til annarrar hátíðar með það fyrir augum að barnabókmenntahátíð gæti orðið að tvíæringi – hátíð sem haldin yrði annað hvert ár og þá sem mótvægi við Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að hátíðin væri með alþjóðlegu sniði og boðið á hana höfundum og fræðimönnum m.a. frá Norðurlöndum, Englandi, Þýskalandi, Frakklandi, Eystrasaltslöndum, Bandaríkjunum og Kanada.
Hátíðirnar eru jafnan kenndar við Vatnsmýrina og það þema sem valið er hverju sinni. Þær voru haldnar undir yfirskriftunum: Köttur úti í mýri (2001), Galdur úti í mýri (2004), Krakkar úti í mýri (2006), Draugar úti í mýri (2008), Myndir úti í mýri (2010), Matur úti í mýri (2012), Páfugl úti í mýri (2014) og Úti í mýri (2016) og Úti í Mýri – Norðrið (2018). Tíunda hátíðin Saman úti í Mýri sem átti að fara fram dagana 8.-11. október 2020 var frestað til 14.-16. október 2021.
Félagið sem stendur að hátíðinni heitir Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð og eftirtaldar stofnanir og samtök mynda félagið: IBBY á Íslandi, SÍUNG (Samtök barna- og unglingabókahöfunda) Rithöfundasamband Íslands, Háskóli Íslands, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Norræna húsið.
Mýrarhátíðarnar byggja á fjölbreyttri dagskrá með þátttöku höfunda og fræðimanna, innlendra og erlendra. Meðal atriða má nefna: