Anna Höglund

Anna Höglund er sænskur rit- og myndhöfundur, fædd árið 1958. Hún er af mörgum talin einn fremsti myndhöfundur Svía um þessar mundir og hefur hún unnið með rithöfundum á borð við Ulf Stark, Barbro Lindgren, Evu Susso og Gunnar Lindkvist. Fyrir verk sín hafa henni hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun, til að mynda Elsa Beskow-plaketten, Deutscher Jugendliteraturpreis, Augustpriset og Heffaklumpen og árið 2016 hlaut hún Astrid Lindgren verðlaunin.

Árið 1992 myndskreytti Anna Höglund bók Ulfs Stark Kan du vissla Johanna. Bókin var tilnefnd til August-verðlaunanna, virtustu bókmenntaverðlauna Svíþjóðar og var síðar kvikmynduð við miklar vinsældir og hefur myndin orðið ómissandi þáttur í jólahaldi margra fjölskyldna. Árið 2012 endurútgaf Lilla Piratförlaget þessa elskuðu barnabók í tilefni tuttugu ára útgáfuafmælis hennar.

Í Om detta talar man endast med kaniner (Sumt ræðir maður aðeins við kanínur) upplifir aðalsöguhetjan sig frábrugðna og segir sagan af viðleitni hennar til að verða hluti af hóp, þrátt fyrir að upplifa sig öðruvísi en aðra. Ljóðræn saga þar sem Anna Höglund blandar saman klippimyndum, ljósmyndum og teikningum til að lýsa því betur hvernig er að vera einstakur og frábrugðinn. Haustið 2015 kom bókin Att vara jag (Að vera ég) út en þar er höfundurinn áfram að vinna með blandaða tækni í myndlýsingum sínum en sagan segir jafnrétti eins og það birtist okkur í hversdeginum frá sjónarhóli 13 ára gamallar stúlku.

Nýjasta bók Önnu Höglund Förvandlingen (Umbreytingin) kom út í byrjun árs 2018 en saga Elsu Beskow Tripp, Trapp, Trull och jätten Dum-dum varð Önnu innblástur að sögunni.