Ármann Jakobsson

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér skáldverkin Fréttir frá mínu landi
(2008), Vonarstræti (2008), Glæsir (2011), Brotamynd (2017) og Útlagamorðin (2018).
Árið 2014 kom fyrsta barnabók Ármanns út, Síðasti
galdrameistarinn, og er hún myndskreytt af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Sagan um Síðasta galdrameistarann er ævintýrasaga sem sækir innblástur sinn í óþrjótandi sagnabrunn norrænna miðaldabókmennta. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka árið 2014.
Enn fremur fræðibækurnar Í leit að konungi (1997), Staður í nýjum heimi (2002), Tolkien og Hringurinn (2003), Illa fenginn mjöður (2009), Nine Saga Studies (2013), A Sense of Belonging (2014), Íslendingaþættir: saga hugmyndar (2014) og The Troll Inside You (2017). Auk þess hefur hann ritstýrt bæði greinasöfnum og fræðilegum útgáfum, m.a. Morkinskinnu í tveimur bindum á vegum Hins íslenska fornritafélags (2011) og The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas (2017). Ármann Jakobsson tekur þátt í málstofu á ráðstefnudegi hátíðarinnar, föstudaginn 12. október.