Kjersti Lersbryggen Mørk

Kjersti Lersbryggen Mørk er fræðimaður við Norsku barnabókastofnunina (Norsk barnebokinstitutt) og Háskólann í Osló.
Um þessar mundir vinnur hún að doktorsritgerð sinni:  Vitnisburður um illsku – barnabókmenntir á okkar tímum?
Hún hefur kennt bókmenntir við Norsku Barnabókastofnunina, á námskeiðum sem haldin eru sérstaklega fyrir verðandi rithöfunda við sömu stofnun og kennt á flestum skólastigum, þ.e. í grunnskóla, framhaldsskóla og á háskólastigi. Á árunum 2003-2008 sat Kjersti í dómnefnd Menningarmálaráðuneytisins um norsku barna- og unglingabókmenntaverðlaunin.
Eftir Kjersti Lersbryggen Mørk hafa komið út:

  • Raddir úr djúpinu: Helförin í norskum barnabókmenntum, birt í: Translating Holocaust Lives”, ritstýrt af Jean Boase-Beier, Peter Davies, Andrea Hammel og Marion Winters. London: Bloomsbury 2017.
  • Helförin sem leikur. Barnið sem vitni í Drengurinn í röndóttu náttfötunum, birt í: På flukt, på vent, på eventyr? Kari Skjønsberg-dagene 2015″, ritstýrt af Anne Kristin Lande og Sofie Arneberg. Oslo: Nasjonalbiblioteket 2015.
  • Leikur og þjáning. Raddir ungs fólks um raunveruleika sjónvarp. Birt í: Jakten på fortellinger. Barne- og ungdomslitteratur på tvers av medier, ritstýrt af Elise Seip Tønnessen,
    Oslo: Universitetsforlaget 2014.