Siri Pettersen

Siri Pettersen (f. 1971) er norskur rithöfundur og teiknimyndasöguhöfundur sem einnig starfar við hönnun ýmis konar og textagerð. Hún hóf snemma að semja sögur og þá fyrstu skrifaði hún, ung að árum, aftan á bréf sem afi hennar hafði fengið sent frá tryggingafélagi sínu. Siri Pettersen einfaldlega elskar góðar sögur.

Fyrsta skáldsaga hennar í fullri lengd, ungmennabókin Barn Óðins eins og hún gæti útlaggst á íslensku, kom út árið 2013, fyrsta bókin í þríleiknum Hrafnsvængirnir (á norsku Ravneringene). Í þríleiknum má segja að höfundur ætli sér meira en að skemmta lesendum með fantasíuforminu, hún er trú forminu en leikur sér jafnframt að því og gerir að sínu.

Með fótfestu í Norrænni goðafræði hefur Siri Pettersen skapað einstakan en jafnframt flókin heim með þríleiknum sem tilnefndur hefur verið til margra verðlauna og verið þýddur á frá því að fyrsta bókin kom út árið 2013. Fyrir Odins barn hlaut höfundur norsku Fabel-verðlaunin árið 2014 en þau eru veitt árlega í flokki fantasíubókmennta. Þríleikurinn hefur verið þýddur á fjöldamörg tungumál. Siri Pettersen hefur einnig hlotið Sproing verðlaunin í heimalandi sínu fyrir að kynna og auka vegsemd og áhuga lesenda á teiknimyndasöguforminu.

Í fyrra kom bókin Bobla (ísl. Kúla) út en það er fantasíubók fyrir fólk á aldrinum 10 ára til 100 ára. Saga skrifuð í gamansömum tón um alvarleg málefni eins og frelsi, höft, nánd og ábyrgð. Bókin hlaut tilnefningu til alþjóðlegu ARK barnabókmenntaverðlaunanna og norsku Bóksalaverðlaunanna árið 2017.