Það gleður Mýrina að tilkynna að Marit Törnqvist er einn af höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Marit Törnqvist fæddist í Uppsölum í Svíþjóð árið 1964. Þegar hún var 5 ára gömul flutti hún til Hollands ásamt hollenskri móður sinni, sænskum föður og systkinum sínum.
Á árunum 1982-1987 lærði hún myndskreytingar í Gerrit Rietveld listaskólanum í Amsterdam. Útskriftarsýning hennar vakti mikla athygli og fljótlega eftir útskrift var hún beðin um að myndskreyta bók Astridar Lindgren. Í framhaldinu af gifturíku samstarfi Astridar Lindgren og Maritar var sú síðarnefnda fengin til að hanna útlit og myndheim Junibacken skemmtigarðsins í Stokkhólmi sem byggir á söguheimi Astridar Lindgren.
Fyrsta skáldsaga Maritar Törnqvist, Klein verhaal over liefde (“A short story about love” eða Stutt saga um ást) kom út árið 1995 og vann sú saga til verðlauna í Hollandi. Myndir Maritar þykja lýsa með einkar fallegum og viðkvæmum hætti hugarheimi barnsins. Marit Törnqvist býr ásamt eiginmanni og tveimur dætrum í miðborg Amsterdam en stórum hluta ársins eyðir hún á bóndabýli í Suður-Svíþjóð. Bækur Maritar hafa verið gefnar út í 20 löndum. Lesa meira …
Mýrin proudly presents author and illustrator Marit Törnqvist as one of our participants this fall. Marit Törnqvist (1964) was born in Sweden to a Dutch mother and a Swedish father. When she was five they moved to the Netherlands. She studied illustration at Gerrit Rietveld School of Art & Design and has illustrated several books by Astrid Lindgren and other Swedish, Dutch and Flemish writers. In 1994, Marit received the commission to turn the best known fairy tales by Astrid Lindgren into a three-dimensional journey in Junibacken in Stockholm. She is also a writer herself. The first book Marit wrote, Klein verhaal over liefde (“A Small Story About Love”) was published in 1995. In 2017, her latest book Het gelukkige eiland (“The Island of Happiness”) came out. Marit has been published in over fifteen languagues. Read more …