Mýrin tilkynnir með ánægju að Rasmus Bregnhøi verður gestur á hátíðinni í haust. Hann er danskur mynd- og rithöfundur sem hefur á 25 ára ferli sínum myndskreytt yfir eitt hundrað bækur fyrir börn, teiknimyndasögur og myndasögur fyrir fullorðna ásamt því að myndskreyta fyrir dagblöð og tímarit. Hann er lærður teiknari frá Danmarks Designskole og tók hann hluta af námi sínu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Rasmus hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, meðal annars var hann tilnefndur til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Hjertestorm eða Stormhjarta árið 2017 og hann hefur sýnt víða um heim. Lesa meira …
Mýrin is happy to present Rasmus Bregnhøi (1965) as one of our participants this autumn. He is a Danish illustrator and writer, who has made over 100 picture books for children. He also published comics and graphic novels and is a cartoonist for newspapers and magazines. He studied Lithography and Drawing in Denmark and Iceland and has received many awards for his work, including a three-year grant from The Danish Arts Foundation.
His drawings are characterized by many details, colors and figures, sometimes surreal, but always with a link to reality. His books have been published in Sweden, Norway, The Faroe Islands, Germany, Italy, Albania and Chile and he has exhibited in Japan, China, Latvia, Greenland, Mexico, Italy and Slovakia. Read more …
Malene Sølvsten – Gestur 2018 / Guest 2018
Það gleður Mýrina að tilkynna að Malene Sølvsten verður gestur hátíðarinnar í ár. Hún er danskur höfundur fantasíubóka, fædd árið 1977. Frumraun hennar, Ravnenes Hvisken kom út árið 2016 í Danmörku. Önnur bókin í þríleiknum kom út ári síðar og er von á síðustu bókinni seinna á þessu ári. Á íslensku hefur fyrsta bókin Hvísl Hrafnanna komið út hjá forlaginu Uglu, og er önnur bókin væntanleg á haustmánuðum. Í sögunum segir af unglingsstúlkunni Önnu sem elst upp í lítilli borg á Norður Jótlandi. Hún býr yfir þeirri gáfu að sjá ljóslifandi atburði úr fortíðinni og fara undarlegir hlutir að gerast. Anna er hundelt af illskeyttum morðingja og aðeins hennar nánustu vinir standa í vegi fyrir að hún verði illmenninu að bráð. Til þess að bjarga heiminum undan ragnarökum verður Anna að finna morðingjann — áður en hann finnur hana. Malene Sølvsten býr og starfar í Kaupmannahöfn. Lesa meira …
Peter Madsen – Gestur 2018 / Guest 2018
Það gleður Mýrina að tilkynna að Peter Madsen er gestur á hátíðinni í haust. Hann er myndlistarmaður og teiknari, rithöfundur, kvikmynda-gerðarmaður og fyrirlesari. Hann fæddist árið 1958 í Árósum í Danmörku. Aðeins 15 ára gamall gaf hann út fyrstu teiknimyndaseríur sínar. Árið 1984 snéri hann sér alfarið að listinni en það ár leikstýrði hann teiknimyndinni Valhalla en þekktastur er hann vafalaust fyrir samnefndan bókaflokk af teiknimyndasögum (Goðheimar á íslensku) Bækurnar, sem komu út á árunum 1979-2009 í Danmörku segja á skondinn hátt af ásum og goðum Norrænnar goðafræði. Auk þess að skrifa og myndskreyta bækur hefur Peter Madsen hannað bókakápur og plötuumslög, plaköt og myndskreytt fyrir tímarit og dagblöð. Lesa meira …
Mýrin proudly presents Peter Madsen as our guest on the festival this autumn. He was born in 1958 in Denmark and is a drawing artist and illustrator, an author, a filmmaker and a lecturer. Peter is best known for the comic series Valhalla, humorous comics about the gods of Norse mythology. The series consists of 15 albums and was published between 1979 and 2009. It has also been made into a film. Madsen has even made several new interpretations of classic stories, such as stories from the Old Testament and H.C. Andersen’s The Story of a Mother and The little Mermaid. In 2009, the first books in the picture book series, Troll Life were published. Troll Life is co-created by Peter Madsen and his wife, Sissel Bøe. Read more …
Jenny Lucander – Gestur 2018 / Guest 2018
Það gleður Mýrina að segja frá því að Jenny Lucander verður einn af góðum gestum hátíðarinnar. Jenny er frá Finnlandi og lærði barnabóka- myndskreytingar og hönnun við háskólann í Gautaborg árin 2010-2013. Hún er einnig með meistaragráðu í félagsvísindum og BA-gráðu í félagssálfræði.
Bækurnar Vildare, värre, Smilodon 2016 (texti Minna Lindeberg, myndir Jenny Lucander) og Dröm om drakar (texti Sanna Tahvanainen, myndir JL) 2015 voru báðar tilnefndar, á sitthvoru árinu, til barna- og unglinga-bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eða árin 2016 og 2017.
Að eigin sögn hefur Jenny mikla ánægju af að skoða þær stóru hugmyndir sem barnshugurinn veltir oft fyrir sér og margar af þeim tilfinningum sem oft geta fylgt barnæskunni. Lesa meira …
Mýrin proudly presents the Finnish illustrator Jenny Lucander as one of the festival’s guests. Jenny studied Children’s Book Illustration and Storytelling in Gothenburg and has a background in Psychology and Social Sciences.
She published books together with Finnish and Swedish writers, including Snön över Azharia (2017) and Vildare, värre, Smilodon (2016) with Minna Lindeberg and Dröm om drakar (2015) with text by Sanna Tahvanainen.
Making art and making illustrations is a way of communicating with the world for her. She enjoys exploring the big questions we struggle with during childhood. In creating her illustrations she tries not to be too rigid, and instead to be more free and wild. Read more …
Marit Törnqvist – Gestur 2018 / Guest 2018
Það gleður Mýrina að tilkynna að Marit Törnqvist er einn af höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Marit Törnqvist fæddist í Uppsölum í Svíþjóð árið 1964. Þegar hún var 5 ára gömul flutti hún til Hollands ásamt hollenskri móður sinni, sænskum föður og systkinum sínum.
Á árunum 1982-1987 lærði hún myndskreytingar í Gerrit Rietveld listaskólanum í Amsterdam. Útskriftarsýning hennar vakti mikla athygli og fljótlega eftir útskrift var hún beðin um að myndskreyta bók Astridar Lindgren. Í framhaldinu af gifturíku samstarfi Astridar Lindgren og Maritar var sú síðarnefnda fengin til að hanna útlit og myndheim Junibacken skemmtigarðsins í Stokkhólmi sem byggir á söguheimi Astridar Lindgren.
Fyrsta skáldsaga Maritar Törnqvist, Klein verhaal over liefde (“A short story about love” eða Stutt saga um ást) kom út árið 1995 og vann sú saga til verðlauna í Hollandi. Myndir Maritar þykja lýsa með einkar fallegum og viðkvæmum hætti hugarheimi barnsins. Marit Törnqvist býr ásamt eiginmanni og tveimur dætrum í miðborg Amsterdam en stórum hluta ársins eyðir hún á bóndabýli í Suður-Svíþjóð. Bækur Maritar hafa verið gefnar út í 20 löndum. Lesa meira …
Mýrin proudly presents author and illustrator Marit Törnqvist as one of our participants this fall. Marit Törnqvist (1964) was born in Sweden to a Dutch mother and a Swedish father. When she was five they moved to the Netherlands. She studied illustration at Gerrit Rietveld School of Art & Design and has illustrated several books by Astrid Lindgren and other Swedish, Dutch and Flemish writers. In 1994, Marit received the commission to turn the best known fairy tales by Astrid Lindgren into a three-dimensional journey in Junibacken in Stockholm. She is also a writer herself. The first book Marit wrote, Klein verhaal over liefde (“A Small Story About Love”) was published in 1995. In 2017, her latest book Het gelukkige eiland (“The Island of Happiness”) came out. Marit has been published in over fifteen languagues. Read more …
Aleksandra Mizielińska & Daniel Mizieliński – Gestir 2018 / Guests 2018
Mýrin kunngjörir með gleði að Aleksandra Mizielińska og Daniel Mizielinski frá Póllandi verða gestir hátíðarinnar í október. Aleksandra og Daniel lærðu grafíska hönnun í Listaháskólanum í Varsjá og eru stofnendur Hipopotam Studio en þar framleiða þau, hanna, skrifa og myndskreyta bækur fyrir börn og fullorðna.
Bækur þeirra hafa verið útgefnar í fleiri en þrjátíu löndum og hefur bókin Maps eða Kort komið út hjá Forlaginu. Bókin hefur selst í yfir 3 milljónum eintaka á heimsvísu. Tvíeykið hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir ólíka hönnun sína, allt frá letri og heimasíðum, upp í einstaklega falleg bókverk, meðal annars hin virtu BolognaRagazzi verðlaun (2010). Lesa meira …
Mýrin is happy to present Aleksandra Mizielińska and Daniel Mizielinski from Poland as two of its participating authors in October. Aleksandra and Daniel are graphic designers and book authors and the founders of Hipopotam Studio.
Their books, such as H.O.U.S.E., What Will Become of You?, the ‘Welcome to Mamoko’ series, Maps, and Under Earth, Under Water, were published in over thirty countries.The title Maps – an international bestseller – was sold in a combined total of over 3,000,000 copies all around the world. The duo has received numerous awards and distinctions for their book and Internet designs, including the prestigious international BolognaRagazzi Award (2010). Read more …
Anna Höglund – Gestur 2018 / Guest 2018
Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Anna Höglund (1958) verður gestur hátíðarinnar í haust. Anna Höglund er sænskur rit- og myndhöfundur. Hún er af mörgum talin einn fremsti myndhöfundur Svía um þessar mundir og hefur hún unnið með rithöfundum á borð við Ulf Stark og Barbro Lindgren. Fyrir verk sín hafa henni hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun.
Árið 1992 myndskreytti Anna Höglund bók Ulfs Stark Kan du vissla Johanna. Bókin var tilnefnd til August-verðlaunanna, virtustu bókmenntaverðlauna Svíþjóðar og var síðar kvikmynduð við miklar vinsældir og hefur myndin orðið ómissandi þáttur í jólahaldi margra fjölskyldna.
Í Om detta talar man endast med kaniner (Sumt ræðir maður aðeins við kanínur) upplifir aðalsöguhetjan sig frábrugðna og segir sagan af viðleitni hennar til að verða hluti af hóp, þrátt fyrir að upplifa sig öðruvísi en aðra. Lesa meira …
It is a pleasure to announce that Anna Höglund (1958) will be one of the participants of the Mýrin festival. Anna Höglund is a Swedish writer and illustrator. She is considered one of Sweden’s leading illustrators and has collaborated with authors such as Ulf Stark and Barbro Lindgren. For her work she has been awarded both Swedish and foreign literature prizes.
In 1992, Anna Höglund illustrated Ulf Starks Can you whistle, Johanna? The book was nominated for the August Prize and was awarded several literature prizes. Anna Höglund has written and illustrated her own picture books, such as the series about Mina and Kåge. But she also publishes graphic novels / picture books for older children. In Om detta talar man endast med kaniner (“These things can only be discussed with rabbits”), Anna Höglund explores the thoughts and life of a high-sensitive rabbit. Read more …
Benjamin Chaud – Gestur 2018 / Guest 2018
Mýrin tilkynnir með stolti að Benjamin Chaud verður gestur hátíðarinnar í haust.
Benjamin Chaud fæddist árið 1975 í Suður-Frakklandi. Hann nam við listaskólana Les arts appliqués í París og Les Art Décoratifs í Strasbourg. Fljótlega eftir útskrift sem mynd-skreytir var Chaud tvívegis boðið að taka þátt á Barnabókamessunni í Bologna.
Árið 2011 kom bókin Une chanson d’ours (The Bear’s Song) út. Stóri björn leitar að litla birni sem hefur horfið úr hýðinu. Litli björn er hins vegar að elta býflugur því þar sem býflugur eru, þar er hunang! Leit þeirra að hvor öðrum og hunangi ber þá inn í stórborgina og inn í iðandi óperuhús þar sem kærkomnir endurfundir eiga sér stað. Sögurnar um Litla björn og Stóra björn unnu samstundis hug og hjörtu lesenda á öllum aldri. Lesa meira …
Born in 1975 in the south of France, Benjamin Chaud studied in Paris for 3 years at “Les arts appliqués”, before moving to Strasbourg’s “Les Art Décoratifs”, where he also studied for 3 years, after which he became an illustrator. Already at the beginning of his career, he was twice selected for the Bologna Children’s Book Fair. In 2011, Une chanson d’ours (The Bear’s Song) was published. Papa Bear is searching for Little Bear, who has escaped the den. Little Bear is following a bee, because where there are bees, there is honey! The quest leads them into the bustling city and a humming opera house and culminates in a delicious reunion.
The story about Papa Bear and Little Bear immediately won the hearts of readers of all ages, and so far three books about the bear duo have followed. Read more …
Mýrin 2018 / The Moorland Festival 2018
Það gleður okkur í stjórn Mýrarinnar að tilkynna að hafinn er undirbúningur að næstu hátíð sem fara mun fram haustið 2018! Takið endilega frá dagana 11. – 14. október 2018 því þá mun Norræna húsið fyllast af barnabókahöfundum héðan og þaðan, kátum krökkum alls staðar að og öllum áhugasömum um börn og barnabókmenntir. Við lofum spennandi upplestrum, krassandi vinnustofum og áhugaverðum málstofum.
We are happy to announce that we started preparing for the next Moorland Festival that will take place in autumn 2018! Mark 11 – 14 October 2018 in your calendar, because then the Nordic House will be filled with writers of children’s books from far and near, children’s literature enthusiasts and hundreds of excited kids. We promise entertaining readings, fun workshops and interesting seminars. Stay tuned!
Find more pictures of the Moorland Festival 2016 here.
Jólakveðja frá Mýrinni / Holiday Greetings!
Stjórn Mýrarinnar sendir öllum þátttakendum og gestum á barnabókmenntahátíðinni ÚTI Í MÝRI 2016 bestu jólakveðjur og þakkar stuðningsaðilum og samstarfsfólki gjöfult samstarf með óskum um farsæld og gæfu á nýju ári. Sjáumst á Mýrarhátíð 2018!
Mýrin Festival wishes all guests, participants, co-workers and supporters of the children’s literature festival IN THE MOORLAND 2016 a very happy holiday season and a peaceful and prosperous New Year. See you at the next Moorland festival in 2018!