Það gleður okkur í Mýrinni að tilkynna að Ragnheiður Eyjólfsdóttir er gestur á hátíðinni í haust. Hún er fædd árið 1984 og ólst upp í gamla vesturbænum í Reykjavík, fyrir utan þrjú ár sem hún bjó í Danmörku á unglingsaldri. Með B.a. próf í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands upp á vasann flutti Ragnheiður til Árósa og hóf þar framhaldsnám við Arkitektskolen Aarhus þaðan sem hún lauk námi árið 2012. Ragnheiður hóf að skrifa sína fyrstu skáldsögu meðan hún var í barneignarleyfi en sú vinna hefur undið upp á sig því Ragnheiður hefur nú snúið sér alfarið að ritstörfum.
Ragnheiður sendi handritið af Skuggasögu – Arftakanum inn í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 og bar sigur úr býtum. Bókin hlaut þar að auki Bóksalaverðlaunin í flokki íslenskra ungmennabóka sama ár. Seinni bókin, Skuggasaga – Undirheimar, kom út árið eftir (2016) og hlaut hún Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017 í flokki frumsaminna barnabóka. Gert er ráð fyrir að ný skáldsaga eftir Ragnheiði komi út haustið 2018.
Lesa meira …
We are very happy to announce that Ragnheiður Eyjólfsdóttir is our guest in October. She was born in 1984 and spent her childhood in Reykjavík, apart from the three years she lived in Denmark during her teenage years. With a degree in Architecture from the Iceland Academy of the Arts, Ragnheiður moved to Aarhus in 2009 to do her Master’s. She now lives in Munich, Germany, together with her husband, two sons and a ten kilo cat. Ragnheiður started writing her first novel while she was on parental leave, after which she turned completely to writing. She won the Icelandic Children’s Book Prize in 2015 after sending in her script of Skuggasaga – Arftakinn. The book was also awarded the Icelandic Youth Book of the Year. The second book in the series, Skuggasaga – Undirheimar, was published the following year (2016) and for that she received the 2017 Children’s Book Prize. A new novel by Ragnheiður is expected to come out in the Autumn 2018. Read more …
Kristín Helga Gunnarsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018
Mýrin tilkynnir með mikilli gleði að Kristín Helga Gunnarsdóttir er gestur hátíðarinnar í október.
Hún er fædd árið 1963 í Reykjavík og stundaði spænskunám við Háskólann í Barcelona og Háskóla Íslands en útskrifaðist með BA-próf í fjölmiðlafræði og spænskum bókmenntum frá háskólanum í Salt Lake City í Utah árið 1987. Eftir að hafa starfað við fréttamennsku í nokkur snéri Kristín Helga sér alfarið að ritstörfum og blaðamennsku og kom fyrsta bók hennar, Elsku besta Binna mín, út árið 1997. Síðan þá hafa komið út eftir Kristínu Helgu á fjórða tug verka sem spanna allt frá skáldsögum og smásögum, jafnt fyrir yngri sem eldri lesendur, yfir í sjónvarpshandrit og lestrarefni fyrir grunnskóla. Nýjasta bók hennar Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels er tilnefnd fyrir hönd Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár ásamt Fjöruverðlaununum og var einnig tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Lesa meira …
The Moorland happily announces that Kristín Helga Gunnarsdóttir (1963) is our guest at the festival in October. After studying Spanish at the University of Iceland and in Barcelona she graduated from the University of Salt Lake City in Utah with a BA-degree in Media Studies and Spanish Literature in 1987. Kristín Helga worked as a reporter in Iceland for 11 years before she became a full time author and journalist. Her first book was published in 1997 and since then she has written around forty books, for adults and children, short stories, novels, tv scripts and teaching materials. Kristín Helga has won numerous awards and prizes for her work. Her latest book Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels (“Be invisible – the story of Ishmael’s escape”) won Fjöruverðlaunin – The Women’s Literature Prize in 2018 and is nominated for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2018. She based her story on the experiences of the 300,000 unaccompanied child refugees currently in Europe in search of a home and a future and interviews with Syrian families in Iceland. Read more …
Högni Sigurþórsson – Gestur 2018 / Guest 2018
Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Högni Sigurþórsson (f. 1970) verður gestur á hátíðinni í haust. Hann er menntaður myndlistarmaður sem hefur að mestu starfað á vettvangi leikhúss og grafískrar hönnunar. Hann vinnur jöfnum höndum þrívítt og tvívítt og flakkar á milli miðla og eru leiksýningar með blandaðri tækni, notkun á grímum, brúðum og umbreytingu hluta úr einu í annað honum sérstakt áhugamál. Um þessar mundir er Högni að hanna leikmynd fyrir Þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson sem stendur til að frumsýna í janúar 2019.
Kvæðið um Krummaling, myndskreytt af Högna við ljóð Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar og sem tilnefnd var til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar árið 2018 er fyrsta bókin sem hann gefur út undir eigin nafni. Lesa meira …
The Moorland is delighted to announce that Högni Sigurþórsson (1970) will be our guest at the festival this autumn. He is an educated artist and has been working mostly with theatre and graphic design. He works both two-dimensionally and three-dimensionally as he moves between different media and plays around with mixed techniques. Högni is especially interested in using masks, dolls and transforming objects into something else. He is now doing the scenography for Þitt eigið leikrit (“Your own play”) by Ævar Þór Benediktsson, which premieres in January 2019.
He was nominated for the Reykjavík Children’s Book Prize 2018 for the book Kvæðið um Krummaling (“The Poem about little Raven“). The book consists of poetry by Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson and illustrations by Högni, and it is the first book he publishes under his own name. Read more …
Hjörleifur Hjartarson – Gestur 2018 / Guest 2018
Það gleður Mýrina að tilkynna að Hjörleifur Hjartarson er gestur hátíðarinnar í haust.
Hann er kennari að mennt en hefur samhliða kennslu starfað sem rithöfundur, textasmiður og tónlistarmaður. Eftir hann liggja nokkrar bækur í bundnu og óbundnu máli fyrir börn og fullorðna, leikrit og þýðingar. Hjörleifur er annar tveggja meðlima hljómsveitarinnar Hundur í óskilum sem fyrir utan að gefa út tónlist hefur getið sér gott orð fyrir fyndnar tónleiksýningar.
Hjörleifur hefur unnið við textagerð fyrir söfn og sýningar og leiddi eitt slíkt verkefni hann á slóðir fuglanna sem flögrað hafa í kringum hann æ síðan. Einn fjölmargra ávaxta þeirrar sambúðar er bókin Fuglar sem hann gerði ásamt Rán Flygenring teiknara og kom út árið 2017.
Lesa meira …
We proudly present the talented Hjörleifur Hjartarson as one of our guests at this year’s festival. Hjörleifur is a teacher but alongside his teaching career he works as an author, copywriter and musician. He has published both verse and prose books for children and adults, plays and translations. Hjörleifur is one of the two members of the music group Hundur í óskilum.
They have become famous for their funny and educative music performances which are highly appreciated in theatres both in Reykjavik and Akureyri.
Hjörleifur has worked as a project manager and made texts for museums and exhibitions. One of those projects led him to the area of the birds that have been flying around him ever since. One of the outcome of that is the book Fuglar (“Birds”) published in 2017 that Hjörleifur wrote in collaboration with illustrator Rán Flygenring. Read more …
Áslaug Jónsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018
Mýrin tilkynnir með mikilli gleði og ánægju að Áslaug Jónsdóttir er gestur hátíðarinnar í ár. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá teiknideild Skolen for Brugskunst, sem nú er einn af skólum Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn. Síðan námi lauk hefur Áslaug starfað sem myndlýsir, grafískur hönnuður, rithöfundur og myndlistamaður. Fyrsta bók hennar kom út árið 1990 en hún hefur síðan skrifað og myndlýst fjölda barnabóka, skrifað barnaleikrit og tekið þátt í sýningum erlendis og á Íslandi. Áslaug hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, nú síðast Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 í flokki barna- og unglingabóka fyrir Skrímsli í vanda ásamt meðhöfundum sínum Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Verk Áslaugar hafa þrívegis verið valin á Alþjóðlegan heiðurslista IBBY fyrir myndlýsingar og hún hefur verið tilnefnd til H.C Andersen verðlaunanna og ALMA-verðlaunanna, (Astrid Lindgren Memorial Award) fyrir myndlýsingar í barnabókum.
Áslaug hefur skrifað þrjú barnaleikrit og hannað leikmyndir fyrir tvö þeirra en hún hefur einnig hannað útlit sýninga, þar á meðal skapaði hún ásamt Högna Sigurþórssyni upplifunarsýninguna Skrímslin bjóða heim sem var sett upp í Gerðubergi Menningarhúsi. Bækur Áslaugar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal hafa bækurnar úr bókaflokkinum um litla skrímslið og stóra skrímslið ferðast víða. Lesa meira …
The Moorland announces with great joy that Áslaug Jónsdóttir is a guest at this year’s festival. She studied visual arts in Reykjavik and Copenhagen and graduated as illustrator and graphic designer in 1989. She works as illustrator, graphic designer, writer and visual artist. Her first children’s book was published in 1990 and since then she has written and illustrated numerous picture books and taken part in exhibitions in Iceland and abroad.
Áslaug has received numerous awards for her works. She received the Reykjavík Children’s Literature Prize along with co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal for Stór skrímsli gráta ekki (“Big Monsters Don’t Cry”) and Skrímsli í Vanda (“Monsters in Trouble”) won The Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction. Her works have three times been selected for the IBBY Honor List for illustrations, and she has received nominations for the Hans Christian Andersen Awards as well as to The ALMA-award (Astrid Lindgren Memorial Award), for her illustrations. Moreover, she has written children’s plays for The National Theatre in Reykjavík, where she also was responsible for the stage design. Her works have been published in many languages, including the popular series about the Little Monster and the Big Monster, written with co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. Read more …
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson – Gestur 2018 / Guest 2018
Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson verður gestur hátíðarinnar í haust. Aðalsteinn er fæddur árið 1955 og hann hefur sinnt skáldskap og tónlist jöfnum höndum og víða komið við á undanförnum áratugum. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1977, en síðan hefur hann sent frá sér um tvo tugi ljóðabóka með frumsömdum og þýddum ljóðum og á annan tug barnabóka.
Á sviði tónlistar ber hæst hina sívinsælu barnatónlist hans, en auk þess vísnatónlist og söngva frá Norðurlöndum. Aðalsteinn rekur einnig útgáfufyrirtækið Dimmu sem gefur út bókmenntir og tónlist. Nýleg verk Aðalsteins Ásberg fyrir börn og ungmenni eru Dimmu-þríleikurinn (2014) og Kvæðið um Krummaling (2017). Lesa meira …
The Moorland is delighted to announce that Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (1955) is our guest at this year’s festival. He has been equally productive writing fiction as well as music during the last decades. His first poetry book was published in 1977, and since then he has written 24 poetry books including both translated poems and his own poems. He has also written a wide range of children’s books. Within music, he’s most recognised for his children’s music, but also for his contributions to Nordic songwriting and folk music. Aðalsteinn is also the co-founder of the literature and music publishing company Dimma. The most recent works by Aðalsteinn Ásberg for youth and children are the Dimmu-triology (2014) and the poetry book Kvæðið um Krummaling (“The poem about little Raven”, 2017). Read more …
Janina Orlov – Gestur 2018 / Guest 2018
Mýrin kynnir með stolti síðasta erlenda gest hátíðarinnar í haust. Janina Orlov er verðlaunaður bókmenntaþýðandi, fædd árið 1955 í Helsinki. Hún þýðir aðallega texta úr rússnesku og finnsku yfir á sænsku og er ötul við að kynna finnskar bókmenntir. Með þýðingum sínum hefur Janina, ásamt öðrum, stuðlað að uppgangi finnskra bókmennta á alþjóðavísu og hefur hún hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingarstörf sín. Hún er með doktorsgráðu í rússnesku og rússneskum bókmenntum frá háskólanum í Åbo í Finnlandi og hefur langa reynslu sem kennari og fyrirlesari um barnabókmenntir við háskólann í Stokkhólmi. Janina hefur skrifað fjöldamargar greinar og ritdóma um barnabókmenntasögu, sænskar- og finnskar barnabókmenntir og rússneskar bókmenntir. Hún hefur meðal annars setið í dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, setið í stjórn stéttarfélags rithöfundasambandsins í Svíþjóð, gjaldkeri „Three Seas” sem er höfunda- og þýðendamiðstöð á Ródos, formaður sambands rithöfunda í Eystrasaltsríkjunum og situr í ritnefnd breska tímaritsins Children’s literature in education. Um þessar mundir skrifar Janina Orlov um bókmenntir frá fyrri hluta 18. aldar í fyrirhugaðri bók um sögu og þróun barnabókmennta í Svíþjóð. Lesa meira …
Myrin proudly presents Janina Orlov as our guest in October. She is an awarded literary translator, born in 1955 in Helsinki. She works mainly from Russian and Finnish into Swedish and is an active promoter of Finnish literature. Janina holds a PhD in Russian and Russian literature from Åbo Akademi University, and is a senior lecturer in Children’s Literature at Stockholm University. She has written numerous articles and reviews on children’s literary history, Swedish and Finnish children’s literature, and Russian literature. Among other things, she’s been a member of the Adjudication Committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize, board member of the Swedish Writers’ Union, treasurer of the Three Seas Writers and Translators Centre in Rhodes, chairman of the Baltic Writers’ Council, and member of the editorial board of Children’s literature in education, UK.
She is currently writing a chapter about the first half of the 1800 century in Swedish children’s literature for a forthcoming History of children’s literature in Sweden. Read more …
Kjersti Lersbryggen Mørk – Gestur 2018 / Guest 2018
Mýrin tilkynnir með ánægju að Kjersti Lersbryggen Mørk verður gestur okkar í haust. Hún er fræðimaður við Norsku barnabókastofnunina (Norsk barnebokinstitutt) og Háskólann í Osló. Um þessar mundir vinnur hún að doktorsritgerð sinni: Vitnisburður um illsku – barnabókmenntir á okkar tímum? Hún hefur kennt bókmenntir við Norsku Barnabókastofnunina og á flestum skólastigum í heimalandi sínu. Lesa meira …
Myrin is happy to announce that Kjersti Lersbryggen Mørk will be our guest at this year’s festival. She is a scholar at the Norwegian Institute for Children’s Books (NBI) and the University of Oslo. She is currently working on her PhD thesis: Witness of malice – children’s literature for our times? Before that, she worked as a literature educator in the program of author training at NBI, and taught at primary school, high school and university. Read more …
Siri Pettersen – Gestur 2018 / Guest 2018
Mýrin tilkynnir með stolti að Siri Pettersen verður gestur hátíðarinnar í haust. Siri er norskur rithöfundur og teiknimyndasöguhöfundur sem einnig starfar við hönnun ýmis konar og textagerð. Fyrsta skáldsaga hennar í fullri lengd, ungmennabókin Barn Óðins eins og hún gæti útlaggst á íslensku, kom út árið 2013, fyrsta bókin í þríleiknum Hrafnsvængirnir (á norsku Ravneringene). Í þríleiknum má segja að höfundur ætli sér meira en að skemmta lesendum með fantasíuforminu, hún er trú forminu en leikur sér jafnframt að því og gerir að sínu. Með fótfestu í Norrænni goðafræði hefur Siri Pettersen skapað einstakan en jafnframt flókin heim með þríleiknum sem tilnefndur hefur verið til margra verðlauna.
Lesa meira …
Mýrin is proud to announce that the Norwegian fantasy writer and comics artist Siri Pettersen will be guest at the festival. Gifted with a vivid imagination, she began to write and draw the most fantastic tales at a young age. Today, she is an expert in escapism and shamelessly wallows in all kinds of media: design, web, comics, movies and text.
Siri Pettersen made her debut and had a huge success with Odins barn (“Odin’s Child”) in 2013, the first part of The Raven Rings Trilogy. In 2014, the second book Råta (”The Rot”) followed and in 2015, the trilogy was concluded with Evna (”The Might”). With her feet firmly rooted in the Norse mythology, Siri Pettersen has created a unique and complex world. The trilogy has been translated into several languages and received many awards and nominations. Read more …
Forföll höfundar / Author's cancellation
Mýrinni þykir leitt að tilkynna að Gunilla Bergström getur því miður ekki komið til Íslands í haust. Hún hefði gjarnan viljað koma á hátíðina í október en af heilsufarsástæðum á hún ekki heimangengt.
Við óskum Gunillu alls hins besta!
Fljótlega kynnum við annan Norrænan höfund til leiks sem verður gestur okkar í haust. Sá höfundur sækir innblástur sinn meðal annars til íslenskrar náttúru, sögu og menningar. Í Mýrinni ríkir mikil tilhlökkun að kynna höfundinn fyrir ykkur öllum. Fylgist með!
Unfortunately, Gunilla Bergström isn’t able to come to Iceland in October. She would have loved to participate in the festival, but had to cancel due to health reasons.
We wish Gunilla all the best!
Very soon, we’ll present a Nordic writer who will join us at the festival this autumn. She is hugely inspired by Icelandic nature, culture and language, and we are very excited to welcome her to Iceland and introduce her to all of you. Stay tuned!